Fleiri fréttir

Aflvana trilla komin til hafnar

Ásgrímur S. Björnsson, bátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kom með litla trillu að höfn laust eftir klukkan tólf í dag, samkvæmt upplýsingum frá lóðsinum í Faxaflóahöfn. Báturinn varð aflvana norður af Viðey fyrir hádegi og því þurfti aðstoð við að koma honum að landi. Bátinn hafði rekið í átt að Viðey en slapp framhjá henni.

Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu

Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.

Bruni í Stykkishólmi

Þyrla Landhelgisgæslunnar er að flytja mann á slysadeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í Stykkishólmi í morgun. Óttast er að hann hafi hlotið alvarleg brunasár.

Fæðingum fækkar í Danmörku vegna efnahagsástandsins

Fæðingum hefur fækkað í Danmörku síðan að alheimsefnahagskreppan skall á. Danmarks Radio segir að efnahagssamdrátturinn virðist leggjast meira á þau pör sem þurfa hjálp lækna til að frjóvgunar en önnur pör.

Áfram fundað í dag vegna gagntilboðsins

Forystufólk stjórnmálaflokkanna mun funda í dag til að meta gagntilboð Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni sem barst stjórnvöldum í fyrrakvöld. Eftir að hafa farið yfir tilboðið með samninganefnd Íslands í fjármálaráðuneytinu í gær var ákveðið að sérfræðingar reiknuðu út hvað í tilboðinu felst.

Ferðaáætlanir tugþúsunda í óvissu

Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð.

Á fjórða tug hafa farist i óveðri í Portúgal

Að minnsta kosti þrjátíu og þrír hafa farist í miklum stormi sem reið yfir portúgölsku eynna Madeira í gær. Mikil rigning og aurskriður hafa fylgt storminum sem hafa hrifið með sér bíla og hús.

Ármann leiðir sjálfstæðismenn í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson sigraði prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi sem fram fór í gær vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Hann hlaut 1677 atkvæði í 1. sæti eða 52,5% greiddra atkvæða. Hildur Dungal hreppti annað sætið, en Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri hafnaði í því þriðja.

Karen og Árni hafa sætaskipti - Ármann enn efstur

Þegar talin hafa verið 2600 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafa orðið þær breytingar að Karen Halldórsdóttir og Árni Bragason hafa skipt um sæti Ármann Kr. Ólafsson er enn efstur. Hildur Dungal er í öðru sæti og Gunnar Birgisson í því þriðja. Gunnar Birgisson vantar nú 333 atkvæði til þess að ná 1. sætinu. Þetta þýðir að Ármann er enn að auka forskot sitt.

Slökkviliðið fór að Dvergabakka

Slökkviliðið sendi allt tiltækt lið að Dvergabakka klukkan korter í tíu í kvöld. Óttast var að eldur hefði komið upp í íbúð þar. Þegar fyrsti bíll kom á staðinn var ljóst að ekki var um meiriháttar eld að ræða og var þá allt lið fyrir utan bílinn sem var kominn á staðinn afturkallað. Íbúðin var reykræst. Nú er talið að einungis hafi verið um reyk af eldavélinni að ræða en ekki eld.

Loðnuveiðimenn bíða enn

Svo virðist sem loðnan hafi lónað lengra til vesturs frá því í gær. Nú lóðar á loðnutorfur rétt austan við Eyjar. Gísli Óskarsson, fréttaritari í Vestmannaeyjum, hefur það eftir sjómönnum að flestar torfurnar séu á bili sem nær frá Bjarnarey austur í Háfadýpi.

Ármann enn efstur

Ármann Kr. Ólafsson er enn í fyrsta sæti eftir að 1400 atkvæði hafa verið talin. Hann er með 688 atkvæði. Gunnar Birgisson er hins vegar með 601 atkvæði í fyrsta sæti og er ljóst að Ármann hefur aukið nokkuð forskot sitt á Gunnar frá því að fystu tölur birtust.

Ármann í fyrsta sæti

Ármann Kr. Ólafsson er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi eftir að 500 atkvæði hafa veirð talin. Gunnar Birgisson er í þriðja sæti og Hildur Dungal í öðru.

Háspennubilun í Hlíðarhverfi

Rafmagn er komið aftur á í Hlíðahverfi en þar varð háspennubilun fyrr í dag og varð rafmagnslaust fyrir vikið í Hlíðahverfi, Öskjuhlíð, Skógarhlið og þar um kring.

Rík ástæða til að fara yfir gagntilboðið

„Við áttum ágætan fund. Við fengum samninganefndina inn á fundinn með okkur og ræddum þetta, innihaldið og okkar viðbrögð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Fjögur skip á loðnuveiðum í dag

Að minnsta kosti fjögur skip hafa verið við loðnuveiðar í dag rétt austan við Vestmannaeyjar. Flestar torfurnar eru á bili sem nær frá Bjarnarey austur að Háfadýpi en þar er loðnan þéttust. Loðnan er á hægri göngu vestur á bóginn.

Komu saman til kröfufundar á Austurvelli

Hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag á ellefta kröfufundi vetrarins. Aðstandendur mótmælanna, samtökin Nýtt Ísland, telja að um 1500 manns hafi verið saman komin. Lögreglan gat þó ekki staðfest þann fjölda.

Tveir stórir skjálftar í Vatnajökli

Tveir nokkuð snarpir jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu í Vatnajökli klukkan þrjú í dag. Annar mældist 4,3 á Richter en hinn 3,5. Upptök stærri skjálftans voru 9,6 kílómetrum nor-norðaustur af Bárðarbungu en minni skjálftinn átti upptök sín 9,2 km aust-norðustur af Bárðarbungu.

Fundað á næstu mínútum

Fundur forystumanna ríkisstjórnarinnar með forystum stjórnarandstöðunnar mun hefjast innan klukkustundar samkvæmt heimildum fréttstofu. Þar mun verða farið yfir gagntilboðið sem Hollendingar sendu Íslendingum fyrr í dag.

Tilboð komið frá Hollandi

Samninganefnd Íslands í Icesave viðræðunum við Breta og Hollendinga fer þessa stundina yfir gagntilboð sem barst fyrir stuttu frá Hollandi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort um sameiginlegt gagntilboð þjóðanna er að ræða. Reiknað er með að forystumenn stjórnmálaflokkanna komi saman til fundar síðar í dag til að ræða tilboðið.

Allt flug Icelandair gæti stöðvast

Allt flug Icelandair til og frá landinu stöðvast eftir þrjátíu og sex klukkustundir náist ekki samningar milli flugvirkja og viðsemjenda þeirra. Verkfall hefði ekki áhrif á starfsemi Iceland Express þar sem flugvirkjar þess félags eru á verktakasamningum.

Vopnað rán í 10/11

Tilkynnt var um vopnað rán í 10/11 verslun í Álfheimum, Glæsibæ klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun.

Afla upplýsinga um áhrif stjórnarkreppunnar á Icesave

Fjármálaráðuneytið reynir að afla sér upplýsinga um áhrif stjórnarkreppunnar í Hollandi á viðræður Hollendinga og Breta um lausn Icesavedeilunnar við Íslendinga. Í gær var boðað að gagntilboð við hugmyndum Íslendinga bærist í dag en það hafði ekki gert það nú fyrir hádegi.

Skipulagsbreytingar á RÚV

Skipulagsbreytingar standa yfir á yfirstjórn RÚV. Til stendur að sameina innlenda dagskrárdeild sjónvarps og innkaupadeild fyrir erlent efni. Þá verður ráðinn mannauðsstjóri í fyrirtækinu.

Þrjú prófkjör í dag

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fer fram í dag en kjörfundur hefst klukkan 10 og lýkur klukkan 18. Kosið verður í félagsheimili flokksins að Hlíðarsmára 19. Gunnar I. Birgisson og Ármann Kr. Ólafsson berjast um fyrsta sætið í prófkjörinu en búast má við fyrstu tölum uppúr klukkan sjö.

Ríkisstjórn Hollands fallin

Verkamannaflokkur Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands gekk úr ríkisstjórn landsins eftir sextán klukkustunda maraþonfund ríkisstjórnarinnar sem lauk í nótt. Verkamannaflokkurinn gat ekki sætt sig við áframhaldandi þátttöku Hollendinga í hernaði vesturveldanna í suðurhluta Afganistans.

Endeavour á leið til jarðar

Geimferjan Endeavour hélt til jarðar frá alþjóðlegu geimstöðinni í gær eftir tíu daga dvöl í geimnum. Geimfararnir fluttu síðasta stóra hlutann í geimstöðina og hjálpuðu íbúum hennar við að tengja hann við stöðina.

Laminn með flösku í höfuðið

Ein líkamsárás í miðbænum var kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Karlmaður var laminn með flösku í höfuðið. Hann fékk skurð og var færður á slysadeild. Alls voru vistaðir sjö aðilar í fangageymslum eftir nóttina, sem lögreglan segir þó að hafi verið frekar róleg. Brotist var inn í eina bifreið við Reynihvamm, þaðan tekið Garmin leiðsögutæki. Dekkjum var stolið undan bifreið við Funahöfða og náðust tveir aðilar á hlaupum frá vettvangi.

Misvísandi dómar skapa réttaróvissu

Misvísandi dómar Hæstaréttar hafa valdið réttar­óvissu þegar kemur til kasta héraðsdómstóla að dæma í brotamálum gegn lögreglumönnum. Tveimur málum af fjórum, af þessum toga, hefur Hæstiréttur nýlega vísað frá, þar sem þau voru rannsökuð í umdæmum lögreglumannanna sem brotið var á. Í hinum tveimur, sem einnig voru rannsökuð í umdæmi brotaþola, dæmdi Hæstiréttur.

Höfuðpaur fékk tæp fjögur ár

Fimm ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í samtals átta ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að reyna að smygla til landsins um fjórum kílóum af amfetamíni, sem þeir höfðu falið í pakka í málningarfötum.

Hundruð horfa á norðurljósin

Milli þrjú og fjögur hundruð erlendir ferðamenn nutu norðurljósadýrðar fyrir austan fjall á sunnudagskvöld. Skilyrði hafa verið einstaklega góð að undanförnu, að sögn Þóris Garðarssonar hjá Allrahanda.

Tóku tæp þrjátíu kíló af fíkniefnum

„Sá góði árangur sem náðst hefur á Suðurnesjum við töku fíkniefna sem reynt hefur verið að smygla til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll byggist meðal annars á góðri samvinnu lögreglu og tollgæslu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Kolkrabbarnir gleðja gestina

Fjórir kolkrabbar komu á Fiskasafnið í Vestmannaeyjum um miðja viku. Einn þeirra er sá stærsti sem komið hefur á safnið, á bilinu 60 til 70 sentímetra langur. Hann hefur fengið nafnið Vídalín, enda veiddur af skipverjum á Jóni Vídalín.

Lýsing stöðvar yfirtöku erlendra lána

Nýir lánasamningar eða yfirtökur á bílalánasamningum í erlendri mynt voru stöðvaðir hjá fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um myntkörfulán fyrir viku. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Lýsingar, segir ákvörðunina meðal annars hafa verið tekna af ótta við að braskarar sættu lagi eftir dóminn.

Komið verði á móts við hópinn

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur falið lögfræðingum ráðuneytisins að leita leiða til þess að börn með skarð í vör og góm njóti sömu réttinda og börn sem fæðast með annars konar fæðingargalla. Það er að segja að allur kostnaður við aðgerðir sem börnin þurfa að fara í, þar með talinn kostnaður við tannréttingar og tannlækningar, verði þeim að kostnaðarlausu.

Sjá næstu 50 fréttir