Innlent

KÍ: Hvetur Lífeyrissjóði til að sniðganga fjárskussa

Tapaðir peningar.
Tapaðir peningar.

Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á stjórn Landssambands lífeyrissjóða að beita sér fyrir því að stjórnir íslenskra lífeyrissjóða verði vel á verði varðandi allar ákvarðanir um fjárfestingar í fyrirtækjum á næstu misserum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Kennarasambands Íslands sem var samþykkt fyrir helgi.

Þar segir ennfremur:

Stjórn KÍ bendir á að mörg fyrirtæki sem sjóðirnir hafa fjárfest í á undanförnum árum urðu gjaldþrota vegna áhættusækni og græðgi stjórnenda þessara fyrirtækja og stærstu eigenda. Vinnubrögð þessara aðila leiddu síðan til stórfellds taps lífeyrissjóða sem samfélagið sýpur nú seyðið af.

Arionbanki hefur nú tekið ákvörðun um að veita hinum sömu og bera ábyrgð á gjaldþrotum fyrirtækja forkaupsrétt að þeim þannig að þeir verði áfram aðaleigendur og stjórnendur fyrirtækjanna eftir endurskipulagningu. Það er mat stjórnar KÍ að viðskiptahættir af þessu tagi og hagsmunir lífeyrissjóða fari ekki saman. Stjórn KÍ hvetur því stjórnir allra lífeyrissjóða til þess að fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn aðila sem áður hafa valdið sjóðunum alvarlegu fjárhagstjóni.

Í umræðum kom einnig fram að full ástæða væri til að kanna samsetningu þess hóps kennara sem eru á atvinnuleysisskrár og hvernig hægt væri koma til móts við þá. Jafnframt að kanna hvort eða hvar pottur kunni að vera brotinn í atvinnumálum félagsmanna KÍ m.a. varðandi starfsendurhæfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×