Innlent

Vill engu spá um morgundaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allt millilandaflug Icelandair gæti stöðvast. Mynd/ GVA.
Allt millilandaflug Icelandair gæti stöðvast. Mynd/ GVA.
„Við erum að funda með sáttasemjara og Icelandair mönnum og þetta hefur sinn vanalega gang. En svo get ég ekki gefið neinar upplýsingar aðrar en að menn eru að ræðast við og reyna til þrautar," segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja.

Allt millilandaflug Icelandair mun stöðvast á miðnætti takist samningar milli flugvirkja og Icelandair ekki. Kristján vill ekkert spá um morgundaginn. „Við vonum bara það besta. Við skulum ekkert vera að spá," segir Kristján.

Stanslaus fundarhöld hafa verið hjá Ríkissáttasemjara í allan dag og gerðu menn allt eins ráð fyrir því að fundað yrði fram á nótt.

Flugvirkjar gengu til samninga með 25% launahækkun í farteskinu en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru menn nú komnir nær 15 prósentunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×