Innlent

Litlu muna að 100 tonna bátur sykki

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn.

Litlu munaði að 100 tonna bátur sykki við bryggju í Þorlákshöfn í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá komst mikill sjór í bátinn og var hann farinn að halla þegar vaktmaður átti leið um höfnina og sjá hvers kyns var.

Slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn dældu sjó úr skipinu. Í ljós kom að síðuloki hafði verið opinn og einstefnuloki í lensidælu gefið sig eftir að rafmagn fór af dælunni.

Sjór rann inn í lest skipsins en komst ekki í vélarrúm og tjón því lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×