Fleiri fréttir Stórþjófur rændi verslanir Ríflega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán, fjölmörg innbrot, þjófnaði og fleiri brot. 1.2.2010 05:30 10 milljarðar í þróun og framkvæmd Rammasamningur milli Akureyrarbæjar og Strokks Energy ehf. var undirritaður á Akureyri í síðustu viku. Samningurinn kveður á um að koma á fót koltrefjaverksmiðju á Akureyri, fyrstu sinnar tegundar á landinu. Akureyrarbær leggur til lóð á Rangárvöllum við rætur Hlíðarfjalls, nálægt höfuðstöðvum Norðurorku. 1.2.2010 04:00 Vefþjónn nefndarinnar við öllu búinn Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþingis viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um bankahrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verði að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 1.2.2010 03:30 Tannheilsu íslenskra barna hrakar stöðugt Fyrsti dagur árlegrar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. 1.2.2010 03:30 Reykjavík verði gerð að alvöru hjólaborg „Heildarmarkmið áætlunarinnar er að gera Reykjavík að framúrskarandi góðri hjólaborg,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður starfshóps um hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. „Reykjavík hefur mjög margt til þess að bera að verða góð hjólaborg,“ segir Gísli sem bendir á til dæmis að borgin sé ekki mjög hæðótt, auðvelt sé að ferðast meðfram strönd hennar, götur séu tiltölulega breiðar sem gefi svigrúm til að bæta við hjólastígum og veðurfar sé gott fyrir hjólreiðafólk meirihluta ársins. 1.2.2010 03:00 Vaxandi andstaða við Chavez Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur átt í vaxandi vandræðum undanfarið. Mótmælum hvers konar hefur fjölgað gegn þessum harða vinstrimanni sem lengst af ellefu ára valdatíð sinni átti miklum vinsældum að fagna meðal landsmanna. 1.2.2010 03:00 Mikill skortur á dagforeldrum Leikskólasvið hefur beint tilmælum til þjónustumiðstöðva í 101, 105 og 107 Reykjavík, það er Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, um að finna dagforeldra til starfa. 1.2.2010 02:30 Íslendingar á bótum sendir til síns heima Dæmi eru um að Íslendingum sem þiggja bætur í Danmörku hafi verið skipað úr landi. 1.2.2010 02:00 Lítill árangur náðist í Alpabæ Starfsfólk banka og fjármálafyrirtækja er álíka óvinsælt nú um stundir og hryðjuverkamenn. Þetta hefur bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir Donald Moore, stjórnarformanni bandaríska bankans Morgan Stanley, á ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Alpabænum Davos í Sviss. Þinginu lauk í gær. 1.2.2010 01:00 Mótmæla afnámi gjaldfrelsis Eldri borgarar í Kópavogi mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að afnema gjaldfrelsi eldri borgara í sundlaugar bæjarins. Hefur félag þeirra sent bæjarstjórn Kópavogs bréf þessa efnis. 1.2.2010 01:00 Þrettán nemendur myrtir Að minnsta kosti 13 nemendur voru skotnir til bana í samkvæmi í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í dag. Hún er við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Skotárásir eru mjög algengar í borginni sem er sögð eins sú hættulegasta í heiminum. 31.1.2010 22:45 Umfangsmikil dreifing matvæla hafin Umfangsmikil dreifing matvæla er hafin á Haítí á vegum Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Áætlanir gera ráð fyrir að 42 tonn af hrísgrjónum verði dreift á degi hverjum næstu tvær vikurnar. Konur geta nálgast nauðsynjarnar fyrir fjölskyldur sínar í 16 miðstöðvum sem búið er að setja upp. Bandarískir hermenn tryggja að dreifing matvælanna fari vel fram um leið og þeir gæta öryggis hjálparstarfsmanna. 31.1.2010 21:15 Jöklafræðingur varar eindregið við ferðum um sprungusvæði jökla Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. 31.1.2010 19:45 Tukthúsklefar í kjallara Útvarpshússins Kristján L. Möller samgönguráðherra upplýsti á mótmælafundi á Egilsstöðum í gær að sú hugmynd hefði verið rædd í ríkisstjórn að taka Útvarpshúsið í Efstaleiti undir lögreglustöð, enda væri gott pláss fyrir tukthúsklefa í kjallaranum. 31.1.2010 19:04 Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31.1.2010 19:23 Merki Eimskipafélagsins heldur áfram að valda misskilningi Gamla merki Eimskipafélags Ísland heldur áfram að valda misskilningi meðal erlendra ferðamanna . Starfsmenn Sjóminjasafnsins á Granda þurftu að setja upp sérstak blað þar sem merkið er útskýrt í íslensku samhengi. 31.1.2010 19:00 Mikilvægt að gera upp Íraksmálið Það er kominn tími á að við áttum okkur á því hvernig sú ákvörðun að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak var tekin, hver tók hana, með hvaða hætti og af hverju. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 31.1.2010 18:56 Ráðherrar í stjórn Geirs hugsanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd Ekki er útilokað að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði kallaðir fyrir þingmannanefndina sem skoða á sérstaklega brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Fundirnir verða væntanlega í beinni útsendingu. 31.1.2010 18:35 Bronsið kærkomin upplyfting á erfiðum tímum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi íslenska landsliðinu í handbolta heillaóskaskeyti í dag. Þar þakkaði hún liðinu innilega fyrir frábæra skemmtun og drengilega baráttu. Árangurinn sé kærkomin upplyfting á erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Í skeytinu kemur fram að ríkisstjórnin ætli að styrkja landsliðið til þátttöku á heimsmeistaramótinu á næsta ári um 10 milljónir króna. 31.1.2010 17:42 Leiðtogi talibana sagður látinn Hakimullah Mehsud, leiðtogi talibana í Pakistan, er sagður látinn. Fréttastofan CNN hefur þetta eftir pakistanska ríkisútvarpinu en Rehman Malik, innanríkisráðherra landsins, segist ekki geta staðfest hvort leiðtoginn sé látinn. Það sama segir talsmaður pakistanska hersins. 31.1.2010 16:54 Réttað yfir mótmælendum í Íran Réttarhöld yfir 16 Írönum sem tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Íran gegn þarlendum stjórnvöldum milli jóla og nýárs hófust í dag. Fimm mótmælendur eru ákærðir fyrir að stríð gegn Guði. Verði þau fundin sek verða þau tekin af lífi. 31.1.2010 16:31 Forsetinn og Björgólfur Thor eitruð blanda Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjáralaganefndar, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Björgólf Thor Björgólfsson vera eitraða blöndu. 31.1.2010 16:18 Forsetahjónin meðal áhorfenda í Vín Íslensku forsetahjónin eru meðal áhorfenda á leik Íslands og Póllands um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram í Vín í Austurríki. 31.1.2010 14:56 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31.1.2010 14:45 Vilja rannsóknarnefnd um Íraksstríðið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi ráðherra, vilja að rannsóknarnefnd verði skipuð um aðdraganda þess að Íslandi lýsti yfir stuðningi við innrásina í Írak árið 2003. Munu þau leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi eftir helgi. 31.1.2010 14:17 22 látnir eftir mikil flóð í Perú Yfirvöld í Perú segja að 22 hafi týnd lífi í flóðum í kjölfar mikillar rigningar í landinu undanfarna daga. 10 er saknað og þá hafa rúmlega 40 þúsund íbúar þurft að flýja heimil sín og leita skjóls í neyðarskýlum. Ástandið er einna verst í fjallahéraðinu Cuzco sem liggur í Andesfjöllum. 31.1.2010 14:14 Endurtalið í Hafnarfirði Atkvæði í prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði verða endurtalin þar sem fáum atkvæðum munaði milli manna. Tveimur atkvæðum munaði til að mynda á efstu mönnum í prófkjöri sjálfstæðismanna. 31.1.2010 13:46 Landsliðsfyrirliðinn barnaði kærustu samherja síns John Terry, fyrirliði enska landsliðsins og Chelsea, gerði Vanessu Perroncel kærustu Wayne Bridge, liðsfélaga síns í Chelsea og landsliðinu, ólétta. Greint er frá málinu á vef News of the World í dag en Terry reyndi að fá lögbann á birtingu fréttar um málið í breskum fjölmiðlum. Á þá beiðni féllust þarlendir dómstólar ekki. Talið er að málið eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir landsliðsfyrirliðann. 31.1.2010 13:03 Leituðu línubáts Fyrir hádegi í dag hvarf 12 tonna línubátur úr fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar. Var báturinn síðast staddur um 18 sjómílur norðvestan af Garðskaga. 31.1.2010 12:34 Lögregla athugar ólöglegar arðgreiðslur þingmanns Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. 31.1.2010 12:31 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31.1.2010 12:19 Skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður lokað Skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ verður lokað þann 1. maí næstkomandi samkvæmt uppsagnarbréfi til starfsmanna á skurðstofum. Þetta kemur fram á fréttvef Víkurfrétta. 31.1.2010 12:15 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31.1.2010 12:11 Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Fínt skíðafæri er nú sagt í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar og nægur snjór, enda allar snjóvélar keyrðar á fullu, að sögn ráðamanna þar. Þar var sjö stiga frost í morgun og lítilsháttar gola og það verður opið í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur í dag. Skíðasvæðið á Siglufirði verður einnig opið í dag til klukkan fjögur. Þar er sagt logn og heiðskírt og 5 stiga frost, og færið er einnig sagt mjög gott, troðinn þurr snjór. 31.1.2010 11:51 Sigrún Elsa: Útkoman ekki sú sem stefnt var að Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu sína í prófkjöri sú sem að var stefnt. Hún sóttist eftir öðru sætinu ásamt tveimur borgarfulltrúum og einum varaborgarfulltrúa en hafnaði í sjöunda sæti. Sigrún Elsa var varaborgarfulltrúi á árunum 1998 til 2007 þegar hún tók sæti í borgarstjórn sem aðalmaður þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir var kjörin á þing. 31.1.2010 11:15 Bandaríkjamenn grunaðir um að smygla börnum frá Haítí Tíu Bandaríkjamenn, meðlimir trúfélags Babtista í Idaho, voru handteknir á Haítí í gær en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landi. Börnin eru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára. 31.1.2010 10:31 Bræla hamlaði loðnuveiðum Bræla á loðnumiðunum út af Austfjörðum kom í veg fyrir að skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni gætu veitt eins og þá langaði í gærkvöldi. Þeir köstuðu þó einu sinni og fengu 50 tonn, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja. Menn búast þó að veðrið gangi niður í dag. Fleiri skip eru nú að tygja sig til loðnuveiða, þannig er Hornafjarðarbáturinn Jóna Eðvalds nú á leið á miðin. 31.1.2010 10:27 Íslendingur sigraði á stærsta snjóbrettamóti heims Halldór Helgason, 18 ára gamall Akureyringur, sigraði snjóbrettakeppni á stærsta íþróttamóti heims þar sem keppt er í jaðaríþróttum og fer fram um helgina í Aspen í Colorado. Síðar í dag keppir hann til úrslita í annarri grein á mótinu. Á föstudaginn var hann valinn nýliði ársins á ráðstefnu tveggja stærstu snjóbrettablaðanna í Bandaríkjunum sem fór fram í Denver í Colorado. 31.1.2010 10:21 Skemmdi fimm bíla við Hverfisgötu Maður um tvítugt var handtekinn í nótt grunaður um að hafa brotist inn í og skemmt fimm bíla við Hverfisgötu og Smiðjustíg í miðborg Reykjavíkur. Ekki er vitað hvað honum gekk til en hann var undir áhrifum áfengis. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag. 31.1.2010 09:29 Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31.1.2010 09:25 Bæjarfulltrúi féll í Hafnarfirði - Bæjarstjórinn fékk góða kosningu Bæjarfulltrúinn Gísli Ó. Valdimarsson féll í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti en hafnaði í því áttunda. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, fékk örugga kosningu í sjötta sæti líkt og hann vildi. 31.1.2010 08:33 Þrír látnir eftir snjóbyl í Þýskalandi Snjóbylur hefur valdið miklum umferðartöfum í Þýskalandi yfir helgina. Hundruð umferðaróhappa hafa verið tilkynnt vegna þessa og vitað er um þrjú dauðsföll sem rekja má til veðursins en snjó hefur kyngdi niður í gær. 31.1.2010 07:15 Glæpakóngur stýrði klíku á Facebook úr fangelsi Breski glæpaforinginn Colin Gunn, sem stýrði öflugustu glæpaklíku Nottingham-borgar, situr af sér 35 ára fangelsisdóm fyrir morð. Það hefur þó ekki hindrað hann í að stýra glæpaveldi sínu og ógna andstæðingum. Hann hefur notað Facebook til þess og komist upp með þangað til á föstudaginn þegar lokað var fyrir netaðgang hans. 31.1.2010 06:00 Tveimur atkvæðum munaði í Hafnarfirði - Valdimar nýr oddviti Hagfræðingurinn Valdimar Svavarsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fór fram í dag. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi fréttamaður, hafnaði í öðru sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Rósa var eini bæjarfulltrúinn sem sóttist eftir endurkjöri. 30.1.2010 23:20 Bjarni aftur upp - lokatölur í Reykjavík Séra Bjarni Karlsson fór upp um eitt sæti þegar lokatölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar nú fyrir stundu. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, hafnaði í sjötta sæti líkt og fyrstu tölur gáfu til kynna. Borgarfullrúinn Sigrún Elsa Smáradóttir hafnaði í sjöunda sæti en hún sóttist eftir öðru sæti líkt og borgarfulltrúarnir Oddný Sturludóttir og Björk Vilhelmsdóttir. 30.1.2010 22:12 Sjá næstu 50 fréttir
Stórþjófur rændi verslanir Ríflega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán, fjölmörg innbrot, þjófnaði og fleiri brot. 1.2.2010 05:30
10 milljarðar í þróun og framkvæmd Rammasamningur milli Akureyrarbæjar og Strokks Energy ehf. var undirritaður á Akureyri í síðustu viku. Samningurinn kveður á um að koma á fót koltrefjaverksmiðju á Akureyri, fyrstu sinnar tegundar á landinu. Akureyrarbær leggur til lóð á Rangárvöllum við rætur Hlíðarfjalls, nálægt höfuðstöðvum Norðurorku. 1.2.2010 04:00
Vefþjónn nefndarinnar við öllu búinn Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþingis viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um bankahrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verði að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 1.2.2010 03:30
Tannheilsu íslenskra barna hrakar stöðugt Fyrsti dagur árlegrar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. 1.2.2010 03:30
Reykjavík verði gerð að alvöru hjólaborg „Heildarmarkmið áætlunarinnar er að gera Reykjavík að framúrskarandi góðri hjólaborg,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður starfshóps um hjólreiðaáætlun sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. „Reykjavík hefur mjög margt til þess að bera að verða góð hjólaborg,“ segir Gísli sem bendir á til dæmis að borgin sé ekki mjög hæðótt, auðvelt sé að ferðast meðfram strönd hennar, götur séu tiltölulega breiðar sem gefi svigrúm til að bæta við hjólastígum og veðurfar sé gott fyrir hjólreiðafólk meirihluta ársins. 1.2.2010 03:00
Vaxandi andstaða við Chavez Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur átt í vaxandi vandræðum undanfarið. Mótmælum hvers konar hefur fjölgað gegn þessum harða vinstrimanni sem lengst af ellefu ára valdatíð sinni átti miklum vinsældum að fagna meðal landsmanna. 1.2.2010 03:00
Mikill skortur á dagforeldrum Leikskólasvið hefur beint tilmælum til þjónustumiðstöðva í 101, 105 og 107 Reykjavík, það er Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, um að finna dagforeldra til starfa. 1.2.2010 02:30
Íslendingar á bótum sendir til síns heima Dæmi eru um að Íslendingum sem þiggja bætur í Danmörku hafi verið skipað úr landi. 1.2.2010 02:00
Lítill árangur náðist í Alpabæ Starfsfólk banka og fjármálafyrirtækja er álíka óvinsælt nú um stundir og hryðjuverkamenn. Þetta hefur bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir Donald Moore, stjórnarformanni bandaríska bankans Morgan Stanley, á ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Alpabænum Davos í Sviss. Þinginu lauk í gær. 1.2.2010 01:00
Mótmæla afnámi gjaldfrelsis Eldri borgarar í Kópavogi mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sveitarfélagsins að afnema gjaldfrelsi eldri borgara í sundlaugar bæjarins. Hefur félag þeirra sent bæjarstjórn Kópavogs bréf þessa efnis. 1.2.2010 01:00
Þrettán nemendur myrtir Að minnsta kosti 13 nemendur voru skotnir til bana í samkvæmi í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í dag. Hún er við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Skotárásir eru mjög algengar í borginni sem er sögð eins sú hættulegasta í heiminum. 31.1.2010 22:45
Umfangsmikil dreifing matvæla hafin Umfangsmikil dreifing matvæla er hafin á Haítí á vegum Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Áætlanir gera ráð fyrir að 42 tonn af hrísgrjónum verði dreift á degi hverjum næstu tvær vikurnar. Konur geta nálgast nauðsynjarnar fyrir fjölskyldur sínar í 16 miðstöðvum sem búið er að setja upp. Bandarískir hermenn tryggja að dreifing matvælanna fari vel fram um leið og þeir gæta öryggis hjálparstarfsmanna. 31.1.2010 21:15
Jöklafræðingur varar eindregið við ferðum um sprungusvæði jökla Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. 31.1.2010 19:45
Tukthúsklefar í kjallara Útvarpshússins Kristján L. Möller samgönguráðherra upplýsti á mótmælafundi á Egilsstöðum í gær að sú hugmynd hefði verið rædd í ríkisstjórn að taka Útvarpshúsið í Efstaleiti undir lögreglustöð, enda væri gott pláss fyrir tukthúsklefa í kjallaranum. 31.1.2010 19:04
Undirbúa virkjun Hvammsfjarðarrastar Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi. 31.1.2010 19:23
Merki Eimskipafélagsins heldur áfram að valda misskilningi Gamla merki Eimskipafélags Ísland heldur áfram að valda misskilningi meðal erlendra ferðamanna . Starfsmenn Sjóminjasafnsins á Granda þurftu að setja upp sérstak blað þar sem merkið er útskýrt í íslensku samhengi. 31.1.2010 19:00
Mikilvægt að gera upp Íraksmálið Það er kominn tími á að við áttum okkur á því hvernig sú ákvörðun að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak var tekin, hver tók hana, með hvaða hætti og af hverju. Þetta segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 31.1.2010 18:56
Ráðherrar í stjórn Geirs hugsanlega kallaðir fyrir þingmannanefnd Ekki er útilokað að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði kallaðir fyrir þingmannanefndina sem skoða á sérstaklega brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Fundirnir verða væntanlega í beinni útsendingu. 31.1.2010 18:35
Bronsið kærkomin upplyfting á erfiðum tímum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi íslenska landsliðinu í handbolta heillaóskaskeyti í dag. Þar þakkaði hún liðinu innilega fyrir frábæra skemmtun og drengilega baráttu. Árangurinn sé kærkomin upplyfting á erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Í skeytinu kemur fram að ríkisstjórnin ætli að styrkja landsliðið til þátttöku á heimsmeistaramótinu á næsta ári um 10 milljónir króna. 31.1.2010 17:42
Leiðtogi talibana sagður látinn Hakimullah Mehsud, leiðtogi talibana í Pakistan, er sagður látinn. Fréttastofan CNN hefur þetta eftir pakistanska ríkisútvarpinu en Rehman Malik, innanríkisráðherra landsins, segist ekki geta staðfest hvort leiðtoginn sé látinn. Það sama segir talsmaður pakistanska hersins. 31.1.2010 16:54
Réttað yfir mótmælendum í Íran Réttarhöld yfir 16 Írönum sem tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Íran gegn þarlendum stjórnvöldum milli jóla og nýárs hófust í dag. Fimm mótmælendur eru ákærðir fyrir að stríð gegn Guði. Verði þau fundin sek verða þau tekin af lífi. 31.1.2010 16:31
Forsetinn og Björgólfur Thor eitruð blanda Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjáralaganefndar, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Björgólf Thor Björgólfsson vera eitraða blöndu. 31.1.2010 16:18
Forsetahjónin meðal áhorfenda í Vín Íslensku forsetahjónin eru meðal áhorfenda á leik Íslands og Póllands um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram í Vín í Austurríki. 31.1.2010 14:56
Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31.1.2010 14:45
Vilja rannsóknarnefnd um Íraksstríðið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi ráðherra, vilja að rannsóknarnefnd verði skipuð um aðdraganda þess að Íslandi lýsti yfir stuðningi við innrásina í Írak árið 2003. Munu þau leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi eftir helgi. 31.1.2010 14:17
22 látnir eftir mikil flóð í Perú Yfirvöld í Perú segja að 22 hafi týnd lífi í flóðum í kjölfar mikillar rigningar í landinu undanfarna daga. 10 er saknað og þá hafa rúmlega 40 þúsund íbúar þurft að flýja heimil sín og leita skjóls í neyðarskýlum. Ástandið er einna verst í fjallahéraðinu Cuzco sem liggur í Andesfjöllum. 31.1.2010 14:14
Endurtalið í Hafnarfirði Atkvæði í prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði verða endurtalin þar sem fáum atkvæðum munaði milli manna. Tveimur atkvæðum munaði til að mynda á efstu mönnum í prófkjöri sjálfstæðismanna. 31.1.2010 13:46
Landsliðsfyrirliðinn barnaði kærustu samherja síns John Terry, fyrirliði enska landsliðsins og Chelsea, gerði Vanessu Perroncel kærustu Wayne Bridge, liðsfélaga síns í Chelsea og landsliðinu, ólétta. Greint er frá málinu á vef News of the World í dag en Terry reyndi að fá lögbann á birtingu fréttar um málið í breskum fjölmiðlum. Á þá beiðni féllust þarlendir dómstólar ekki. Talið er að málið eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir landsliðsfyrirliðann. 31.1.2010 13:03
Leituðu línubáts Fyrir hádegi í dag hvarf 12 tonna línubátur úr fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar. Var báturinn síðast staddur um 18 sjómílur norðvestan af Garðskaga. 31.1.2010 12:34
Lögregla athugar ólöglegar arðgreiðslur þingmanns Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. 31.1.2010 12:31
Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31.1.2010 12:19
Skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður lokað Skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ verður lokað þann 1. maí næstkomandi samkvæmt uppsagnarbréfi til starfsmanna á skurðstofum. Þetta kemur fram á fréttvef Víkurfrétta. 31.1.2010 12:15
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31.1.2010 12:11
Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði Fínt skíðafæri er nú sagt í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar og nægur snjór, enda allar snjóvélar keyrðar á fullu, að sögn ráðamanna þar. Þar var sjö stiga frost í morgun og lítilsháttar gola og það verður opið í Hlíðarfjalli til klukkan fjögur í dag. Skíðasvæðið á Siglufirði verður einnig opið í dag til klukkan fjögur. Þar er sagt logn og heiðskírt og 5 stiga frost, og færið er einnig sagt mjög gott, troðinn þurr snjór. 31.1.2010 11:51
Sigrún Elsa: Útkoman ekki sú sem stefnt var að Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu sína í prófkjöri sú sem að var stefnt. Hún sóttist eftir öðru sætinu ásamt tveimur borgarfulltrúum og einum varaborgarfulltrúa en hafnaði í sjöunda sæti. Sigrún Elsa var varaborgarfulltrúi á árunum 1998 til 2007 þegar hún tók sæti í borgarstjórn sem aðalmaður þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir var kjörin á þing. 31.1.2010 11:15
Bandaríkjamenn grunaðir um að smygla börnum frá Haítí Tíu Bandaríkjamenn, meðlimir trúfélags Babtista í Idaho, voru handteknir á Haítí í gær en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landi. Börnin eru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára. 31.1.2010 10:31
Bræla hamlaði loðnuveiðum Bræla á loðnumiðunum út af Austfjörðum kom í veg fyrir að skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni gætu veitt eins og þá langaði í gærkvöldi. Þeir köstuðu þó einu sinni og fengu 50 tonn, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja. Menn búast þó að veðrið gangi niður í dag. Fleiri skip eru nú að tygja sig til loðnuveiða, þannig er Hornafjarðarbáturinn Jóna Eðvalds nú á leið á miðin. 31.1.2010 10:27
Íslendingur sigraði á stærsta snjóbrettamóti heims Halldór Helgason, 18 ára gamall Akureyringur, sigraði snjóbrettakeppni á stærsta íþróttamóti heims þar sem keppt er í jaðaríþróttum og fer fram um helgina í Aspen í Colorado. Síðar í dag keppir hann til úrslita í annarri grein á mótinu. Á föstudaginn var hann valinn nýliði ársins á ráðstefnu tveggja stærstu snjóbrettablaðanna í Bandaríkjunum sem fór fram í Denver í Colorado. 31.1.2010 10:21
Skemmdi fimm bíla við Hverfisgötu Maður um tvítugt var handtekinn í nótt grunaður um að hafa brotist inn í og skemmt fimm bíla við Hverfisgötu og Smiðjustíg í miðborg Reykjavíkur. Ekki er vitað hvað honum gekk til en hann var undir áhrifum áfengis. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag. 31.1.2010 09:29
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31.1.2010 09:25
Bæjarfulltrúi féll í Hafnarfirði - Bæjarstjórinn fékk góða kosningu Bæjarfulltrúinn Gísli Ó. Valdimarsson féll í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gær. Hann sóttist eftir þriðja sæti en hafnaði í því áttunda. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, fékk örugga kosningu í sjötta sæti líkt og hann vildi. 31.1.2010 08:33
Þrír látnir eftir snjóbyl í Þýskalandi Snjóbylur hefur valdið miklum umferðartöfum í Þýskalandi yfir helgina. Hundruð umferðaróhappa hafa verið tilkynnt vegna þessa og vitað er um þrjú dauðsföll sem rekja má til veðursins en snjó hefur kyngdi niður í gær. 31.1.2010 07:15
Glæpakóngur stýrði klíku á Facebook úr fangelsi Breski glæpaforinginn Colin Gunn, sem stýrði öflugustu glæpaklíku Nottingham-borgar, situr af sér 35 ára fangelsisdóm fyrir morð. Það hefur þó ekki hindrað hann í að stýra glæpaveldi sínu og ógna andstæðingum. Hann hefur notað Facebook til þess og komist upp með þangað til á föstudaginn þegar lokað var fyrir netaðgang hans. 31.1.2010 06:00
Tveimur atkvæðum munaði í Hafnarfirði - Valdimar nýr oddviti Hagfræðingurinn Valdimar Svavarsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fór fram í dag. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi fréttamaður, hafnaði í öðru sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna í bæjarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Rósa var eini bæjarfulltrúinn sem sóttist eftir endurkjöri. 30.1.2010 23:20
Bjarni aftur upp - lokatölur í Reykjavík Séra Bjarni Karlsson fór upp um eitt sæti þegar lokatölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar nú fyrir stundu. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, hafnaði í sjötta sæti líkt og fyrstu tölur gáfu til kynna. Borgarfullrúinn Sigrún Elsa Smáradóttir hafnaði í sjöunda sæti en hún sóttist eftir öðru sæti líkt og borgarfulltrúarnir Oddný Sturludóttir og Björk Vilhelmsdóttir. 30.1.2010 22:12