Erlent

Réttað yfir mótmælendum í Íran

Mótmælendur kveiktu elda til að loka götum í Teheran 27. desember sl. Mynd/AP
Mótmælendur kveiktu elda til að loka götum í Teheran 27. desember sl. Mynd/AP
Réttarhöld yfir 16 Írönum sem tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Íran gegn þarlendum stjórnvöldum milli jóla og nýárs hófust í dag. Fimm mótmælendur eru ákærðir fyrir að stríð gegn Guði. Verði þau fundin sek verða þau tekin af lífi.

Tugir þúsunda Írana komu saman víðs vegar um landið 27. desember og kröfðust afsagnar forseta landsins. Þeir minntust einnig hetjudauða Imam Husseins fyrir sjö öldum, en hann var barnabarn Múhameðs spámanns og talinn einn heilagasti maður Síta múslíma. Að minnsta kosti fjórir voru skotnir til bana í mótmælunum.

Mikill óróleiki hefur verið í landinu frá því í forsetakosningunum í júní þegar Mahmoud Ahmadinejad forseti náði endurkjöri með kosningasvindli að mati stjórnarandstæðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×