Erlent

Umfangsmikil dreifing matvæla hafin

Frá Port au Prince í dag.
Frá Port au Prince í dag. Mynd/AP
Umfangsmikil dreifing matvæla er hafin á Haítí á vegum Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Áætlanir gera ráð fyrir að 42 tonn af hrísgrjónum verði dreift á degi hverjum næstu tvær vikurnar. Konur geta nálgast nauðsynjarnar fyrir fjölskyldur sínar í 16 miðstöðvum sem búið er að setja upp. Bandarískir hermenn tryggja að dreifing matvælanna fari vel fram um leið og þeir gæta öryggis hjálparstarfsmanna.

Talið er að 200 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir fyrir tæpum þremur vikum og að 1,5 milljón Haítíbúa hafi misst heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar áætla að endurreisa þurfi 75% höfuðborgarinnar, Port au Prince.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×