Jöklafræðingur varar eindregið við ferðum um sprungusvæði jökla 31. janúar 2010 19:45 Helgi Björnsson. Mynd/Stefán Karlsson Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45
Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19