Jöklafræðingur varar eindregið við ferðum um sprungusvæði jökla 31. janúar 2010 19:45 Helgi Björnsson. Mynd/Stefán Karlsson Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Enginn ætti að vera á ferð um svæðið á Langjökli þar sem banaslysið varð í gær, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Sjö ára sonur, konunnar sem lést, er ekki í lífshættu og verður útskrifaður af gjörgæslu nú í kvöld. Mæðginin, sem eru af höfuðborgarsvæðinu, voru í jeppaleiðangri ásamt föður drengsins og fleira fólki. Þau virðast hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli. Aðstandendur, ferðalangar og björgunarsveitarmenn lögðust á eitt við björgunina. Urðu björgunarsveitarmennirnir að síga ofan í sprunguna, með höfuðið niður til að geta athafnað sig í þrengslunum. Þegar konan náðist upp um þrjúleytið var hún látin. Sonur hennar sjö ára hafði fallið dýpra ofan í sprunguna, líklega vel á þriðja tug metra ofan. Það var því ekki fyrr en eftir fjögurra tíma vist í sprungunni sem björgunarsveitarmaður náði að koma til hans böndum, hífa hann í fang sér og fara með drenginn upp á sprungubarminn. Drengnum var haldið sofandi á gjörgæslu þar til í morgun að hann losnaði úr öndunarvélinni. Hann er ekki í lífshættu og líður vel miðað við aðstæður, að sögn vakthafandi læknis. Hann verður útskrifaður af gjörgæslu og fluttur á barnadeild. Vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness varaði við því í fréttum okkar í hádeginu að slysstaðurinn væri krosssprunginn. Við leituðum til Helga Björnssonar jöklafræðings í dag og spurðum hvort óhætt væri fyrir fólk að fara upp á Langjökul. „Það er nú erfitt að tala um þetta rétt fyrir stórslys en almennt eru jöklar hættulegir og alls enginn leiksvæði. Jöklar eru seigfljótandi efni og þegar þeir streyma eða flæða fram af fjöllum þá springa þeir á yfirborði. Þarna þar sem þetta slys varð er mjög sprungið. Þarna eiga engir að vera á ferð," segir Helgi. Þegar vetur er snjóléttir eins og núna - ættu menn að fara mjög varlega um jökla, segir Helgi. Raunar segir hann að svæðið þar sem slysið varð í gær hættulegt hvort sem mikið hefur snjóað eða ekki. „Ég myndi sneiða hjá því hvenær sem er en aðstæður eru afar erfiðar núna í vetur vegna þess hversu lítið hefur snjóað," segir Helgi. Helgi ráðleggur fólki sem hyggur samt á ferðalög uppá jökla að leita fyrst upplýsinga hjá til dæmis hjá björgunarsveitum eða Jöklarannsóknarfélagi Íslands.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45 Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Drengurinn líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag Drengurinn sem bjargaðist úr djúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er ekki lífshættu. Hann verður líklega útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans síðar í dag, að sögn vakthafandi læknis. Hann losnaði úr öndunarvél í morgun. 31. janúar 2010 14:45
Drengurinn ekki lengur í öndunarvél Drengurinn sem bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær er laus úr öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er drengurinn vakandi og líðan hans eftir atvikum góð. 31. janúar 2010 12:19