Fleiri fréttir

Tekjurnar nýtist í atvinnufjárfestingu

Skattleggja á séreignarsparnað og nota afraksturinn til fjárfestingar í atvinnulífinu. Þetta segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann á jafnframt sæti í efnahags- og skattanefnd þingsins.

Konur hvattar í framboð

Jafnréttisstofa hefur, ásamt samgöngu- og sveitar­stjórnarráðuneyti, gefið út bækl­ing sem ætlað er að hvetja konur til að bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa. Í bæklingnum, sem ber titilinn Eflum lýðræðið - konur í sveitarstjórn, hvetja sveitarstjórnarkonur úr öllum flokkum og kjördæmum konur til að gefa kost á sér til starfa.

Átak gegn atvinnuleysisvánni

Vinnumálastofnun (VMST) hefur fengið fjármagn til að fjölga starfsráðgjöfum um tíu. Sérstakt átak verður gert á næstu mánuðum til að hjálpa þeim sem hafa verið atvinnulausir í langan tíma. Ungt fólk er þar í forgrunni.

Útvaldir fá ókeypis gistingu í sumarbústað borgarinnar

„Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að birta allt

Á næstu vikum ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að birta upplýsingar um heildarframlög til flokksins allt aftur til ársins 2002. Nöfn þeirra sem styrkt hafa flokkinn verða einnig birt, að því gefnu að þeir samþykki að verða nafngreindir. Svo segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins.

Svanhildur áfram formaður

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála, hefur skipað í ferðamálaráð til fjögurra ára. Formaður ferðamálaráðs er áfram Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.

Hreppur flyst á milli landsvæða

Bæjarhreppur á Ströndum kemur til með að tilheyra Norðurlandi vestra en ekki Vestfjörðum, samkvæmt þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Frá þessu er greint á vef Reykhólahrepps.

Hver og einn gefið 88 krónur

Hjálparstarf Hver og einn Íslendingur hafði í gær gefið Rauða krossi Íslands 88 krónur til að sinna neyðaraðstoð á Haítí. Alls eru þetta 28 milljónir. Enn er framlag frá deildum RKÍ og framlag íslenska ríkisins ekki komið fram. Því kann svo að fara að heildarframlög verði um eða yfir fimmtíu milljónir.

Gat ekki sagt nei við kallinu

„Íslenski Rauði krossinn hafði samband við mig um hvort ég gæti starfað með þýska Rauða krossinum við að koma upp spítala í Port-au-Prince. Það er verið að reisa þessa læknamiðstöð núna og ég mun starfa þar sem almennur læknir í mánuð ef allt gengur vel,“ segir Friðbjörn Sigurðsson, læknir á Landspítalanum, sem hélt áleiðis til Haítí í nótt.

Nefbraut mann

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Honum var gert að greiða fórnar­lambinu 200 þúsund í skaðabætur. Maðurinn réðst á hinn á og við Hressingarskálann í Reykjavík og kýldi hann í andlitið. Fórnarlambið nefbrotnaði.

Frekar treg veiði og bræla

Skipin sem stunda gulldepluveiðar fundu um helgina töluvert magn í Skerjadýpi. Gulldeplan var hins vegar óveiðanleg vegna mikillar átu og hafa skipin haldið áfram veiðum í Grindavíkurdýpi þar sem hún hefur helst verið í veiðanlegu magni.

Fyrsta beina flugið í bígerð

Helgina 12. til 14. febrúar næstkomandi verður í fyrsta sinn farið í beint áætlunar­flug á milli Vestmannaeyja og Akureyrar, tvisvar sinnum fram og til baka, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Áfallahjálpin hefst á Bahama

Íslenska rústabjörgunarsveitin leitaði í rústum hótelsins Montana í miðborg Port-au-Prince á Haítí í gær í von um að finna þar fólk, lífs eða liðið.

Samþykki eins foreldris nægir

Lækni er heimilt að miðla til félagsmálayfirvalda upplýsingum úr sjúkraskrá barns með samþykki annars foreldris. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við almennri fyrirspurn.

Verð íbúða lækkar enn

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 302,1 stig í desember síðastliðnum en það er lækkun um 2,2 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt Fasteignaskrá Íslands. Tólf mánaða lækkun nemur 12 prósentum, en síðustu þrjá mánuði hefur íbúðaverð á lækkað um 3,8 prósent.

Efnt til herferðar

Umfangsmikið kynningarátak Iceland Naturally í Bandaríkjunum nær til á milli 30 og 40 milljóna manna á ári hverju. Meðal þess sem ráðast á í á þessu ári eru stórar kynningarherferðir á íslenskri ferðaþjónustu, sjávarafurðum, endurnýjanlegri orku og tækni. Íslenskir úrvalskokkar munu elda fyrir almenning og tónleikar og kvikmynda- og listahátíðir haldnar.

Margir í slæmri skuldasúpu

Um tvö hundruð stofnfjáreigendur í sparisjóðnum Byr hafa stofnað grasrótarsamtökin Samtök stofnfjáreigenda sparisjóðsins. Tilgangur þeirra er að vinna að helstu hagsmunamálum stofnfjáreigenda Byrs og að viðhalda viðgangi og vexti stærsta sparisjóðs landsins.

Undir meðaltali OECD-ríkjanna

Atvinnuleysi hér á landi var 0,8 prósentustigum undir meðaltali aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í nóvember síðastliðnum. Stofnunin birti sínar nýjustu tölur fyrir skömmu.

Alcoa styrkir björgunarstarf

Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja björgunarsveitir á Austurlandi næstu tvö árin um 12,5 milljónir króna. Styrkurinn verður stofnframlag í menntunarsjóð björgunarsveitarmanna á Austurlandi.

Ólafur víttur fyrir níðvísu

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, var víttur á borgarstjórnarfundi í gær eftir að hafa farið með níðvísu um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. Hann bar jafnframt upp vantrauststillögu á Hönnu Birnu sem var vísað frá.

Bréf forsetans ekki afhent

Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber.

Löngu útrunninn samningur

Samningur um nýtingu Ísafjarðarbæjar á vatni úr landareign Hvamms í Dýrafirði kann að hafa runnið út árið 1977. Frá þessu greinir Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is.

Vonbrigði í stað aðdáunar

Vinsældir Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa dvínað töluvert frá þeim hæðum sem þær voru í þegar hann tók við embætti fyrir réttu ári. Um það bil fimmtíu prósent eru þó enn ánægð með störf hans, þótt prósentan rokki eitthvað til eftir skoðanakönnunum.

Taka harðar á mótmælendum

Ísraelsk stjórnvöld hafa síðan í sumar handtekið tugi palestínskra og ísraelskra andófsmanna, sem hafa mótmælt opinskátt stefnu stjórnarinnar gagnvart Palestínumönnum.

Bandaríski herinn hreiðrar um sig

Haítíbúar tóku fyrstu matvæla- og vatnssendingum Bandaríkjahers fagnandi þegar þeim var varpað niður úr þyrlu rétt fyrir utan höfuðborgina Port-au-Prince.

Rörasprengja sprakk í höndum mannsins

Rörasprengjur fundust nærri staðnum í Hveragerði þar sem maður á þrítugsaldri slasaðist alvarlega á níunda tímanum eftir að sprengja sprakk, að því er virðist í höndunum hans.

Alvarlegt flugeldaslys í Hveragerði

Maður á þrítugsaldri er lífshættulega slasaður eftir alvarlegt flugeldaslys sem átti sér stað á níunda timanum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og kom til móts við sjúkrabíl sem flutti manninn áleiðis til Reykjavíkur. Maðurinn er 25 ára gamall. Ekki er vitað hver tildrög slyssins eru.

Kínverska sendiráðsmálið: Öllum sleppt eftir yfirheyrslur

Búið er að sleppa mönnunum fjórum sem voru yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra vegna gruns um fjársvik. Feðgarnir Karl Steingrímsson, oftast kenndur við pelsinn, og Aron Karlsson voru yfirheyrðir í dag auk lögfræðings og fasteignasala sem önnuðust viðskiptin. Aron var eingöngu handtekinn vegna málsins en hinir gáfu skýrslu sjálfviljugir hjá lögreglunni.

Kalli í Pelsinum og sonur yfirheyrðir

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit á þremur stöðum í dag vegna sölu á stórhýsi til kínverska sendiráðsins. Seljendur hússins eru grunaðir um fjársvik og hefur þegar verið lagt hald á níutíu og þrjár milljónir króna af meintum ávinningi.

Árekstur við Miklubraut

Tvær bifreiðar skullu saman á gatnamótum Grensás og Miklubrautar nú fyrir stundu en lögregla auk sjúkrabílar eru enn á vettvangi. Þegar haft var samband við lögregluna var lítið enn vitað um tildrög málsins.

Fjármálaráðherra: Menn á villigötum telji þeir aðstæður ekki alvarlegar

Fjármálaráðherra segir menn á miklum villigötum ef þeir haldi að aðstæður á Íslandi séu ekki alvarlegar. Forsætisráðherra segir öll lán til fjárfestinga, atvinnulifs, orkuframkvæmda og sveitarfélaga stöðvast á meðan Icesavemálið og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins séu í óvissu.

Tvöföldun Suðurlandsvegar á leið í útboð

Átta mánaða útboðsbann í vegagerð gæti verið á enda. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórn í morgun áform um að bjóða út tvöföldun Suðurlandsvegar um Sandskeið og tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, verkefni upp á samtals tvo milljarða króna.

Samkynhneigðir stúdentar fagna ellefu ára afmæli

Í dag, 19. janúar, fagnar Q - félag hinsegin stúdenta 11 ára afmæli félagsins. Að því tilefni verður aðalbygging Háskóla Íslands lýst upp í regnbogalitum samkvæmt tilkynningu frá samtökunum, til að fagna deginum og þeim margbreytileika sem finna má meðal nemenda, kennara og starfsfólks innan Háskóla Íslands.

Lágheiði ófær vegna flughálku

Lágheiði er nú auglýst ófær vegna flughálku og fólki er eindregið ráðið frá því að reyna að fara yfir heiðina.

Siðareglur samþykktar í ríkisstjórn

Ráðherrum og starfsmönnum ráðuneyta verða settar siðareglur samkvæmt frumvarpi sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu í dag.

Sigmar reyndi að tala Þórhall ofan af ákvörðun sinni

„Auðvitað virðir maður hans ákvörðun og hún er tekin algjörlega á hans forsendum en mér finnst mjög sárt að missa hann hérna úr húsinu," segir Sigmar Guðmundsson, sem er starfandi ritstjóri Kastljóssins, eftir að Þórhallur Gunnarsson sagði upp störfum í gær.

Auglýsir eftir vitni að árekstri

Maður sem varð fyrir því óláni að ekið var á bílinn hans á bílastæði á neðri hæð Kringlunnar þann 20. desember síðastliðinn auglýsir eftir vitni að atburðinum. Atvikið varð með þeim hætti að Nissan Micru var bakkað á BMW. Nú lýsir eigandi BMW bifreiðarinnar eftir ungri konu sem sá áreksturinn. Hún er beðin um að hringja í Arnar Pálsson í síma 8931796.

Ég biðst afsökunar

Japanskir stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar virðast ekki eiga í vandræðum með að biðjast afsökunar ef þeim verður á í messunni.

Sjá næstu 50 fréttir