Kalli í Pelsinum og sonur yfirheyrðir Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 19. janúar 2010 18:30 Karl Steingrímsson, oftast kenndur við Pelsinn, hefur sætt yfirheyrslum vegna viðskiptanna. Mynd úr safni. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit á þremur stöðum í dag vegna sölu á stórhýsi til kínverska sendiráðsins. Seljendur hússins eru grunaðir um fjársvik og hefur þegar verið lagt hald á níutíu og þrjár milljónir króna af meintum ávinningi. Málið snýst um þetta hús hér. Það var í eigu feðganna Arons og Karls Steingrímssonar sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Á því hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008 en þau eru verðtryggð og hafa því hækkað nokkuð síðan þá. Upphaflega var húsið, sem er við Skúlagötu 51, í eigu Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. 2. desember var gert tilboð í húsið. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum þann 11. Desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankarnir á tilboðið en degi síðar seldu eigendurnir húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og fóru fram á lögreglurannsókn. Í dag framkvæmdi efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra húsleitir á þremur stöðum; starfsstöð feðganna og tveimur öðrum mönnum sem sáu um viðskiptin. Þá hefur verið lagt hald á meintan ávinning upp á 93 milljónir króna. Yfirheyrslur hafa farið fram í dag og standa enn yfir. Rannsakað er hvort feðgarnir hafi beitt blekkingum til að bankarnir afléttu skuldum á húsinu miðað við lægra kauptilboðið. Í samtali við fréttastofu sagði Aron að það væri af og frá að þeir feðgar hefðu hagnast um 300 milljónir á viðskiptunum og að engar afskriftir hefðu átt sér stað. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira
Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit á þremur stöðum í dag vegna sölu á stórhýsi til kínverska sendiráðsins. Seljendur hússins eru grunaðir um fjársvik og hefur þegar verið lagt hald á níutíu og þrjár milljónir króna af meintum ávinningi. Málið snýst um þetta hús hér. Það var í eigu feðganna Arons og Karls Steingrímssonar sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Á því hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008 en þau eru verðtryggð og hafa því hækkað nokkuð síðan þá. Upphaflega var húsið, sem er við Skúlagötu 51, í eigu Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. 2. desember var gert tilboð í húsið. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum þann 11. Desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankarnir á tilboðið en degi síðar seldu eigendurnir húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og fóru fram á lögreglurannsókn. Í dag framkvæmdi efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra húsleitir á þremur stöðum; starfsstöð feðganna og tveimur öðrum mönnum sem sáu um viðskiptin. Þá hefur verið lagt hald á meintan ávinning upp á 93 milljónir króna. Yfirheyrslur hafa farið fram í dag og standa enn yfir. Rannsakað er hvort feðgarnir hafi beitt blekkingum til að bankarnir afléttu skuldum á húsinu miðað við lægra kauptilboðið. Í samtali við fréttastofu sagði Aron að það væri af og frá að þeir feðgar hefðu hagnast um 300 milljónir á viðskiptunum og að engar afskriftir hefðu átt sér stað.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira