Innlent

Frekar treg veiði og bræla

Skipin sem stunda gulldepluveiðar fundu um helgina töluvert magn í Skerjadýpi. Gulldeplan var hins vegar óveiðanleg vegna mikillar átu og hafa skipin haldið áfram veiðum í Grindavíkurdýpi þar sem hún hefur helst verið í veiðanlegu magni.

Ingunn AK og Faxi RE, skip HB Granda, eru nú að landa tólf hundruð tonna afla á Akranesi og Lundey NS er væntanleg með fimm til sex hundruð tonn.

Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey, segir komna leiðindabrælu og erfitt fyrir uppsjávarskipin að athafna sig.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×