Innlent

Ákærðir fyrir kannabisrækt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir kannabisræktun á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd.

Mennirnir eru allir á fertugsaldri. Einn þeirra hafði yfirráð yfir bænum þar sem ræktunin fór fram.

Í maí á síðasta ári stöðvaði lögreglan athæfi mannanna. Þá voru í ræktun á bænum sextán kannabisplöntur. Að auki höfðu mennirnir sett upp mjög stóra ræktunaraðstöðu fyrir allt að 600 kannabisplöntur. Auk plantnanna gerði lögreglan upptækan gríðarmikinn ræktunarbúnað. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×