Innlent

Hleypa Íslendingum að makrílborðinu

Íslendingum var í dag boðið að setjast að samningaborði um makrílkvóta í Norðaustur-Atlantshafi en Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa í nokkur ár neitað að hleypa Íslandi að.

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur þekkst boðið en hann segir þetta stóran áfanga og mikið fagnaðarefni. Þetta séu stórtíðindi.

Boðið nú kemur í framhaldi af einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda að heimila 130 þúsund tonna makrílveiði íslenskra skipa á næsta ári, en slíkur afli gæti skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti.

Í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að aðilar séu sammála um nauðsyn þess að strandríkin fjögur, sem öll eigi hagsmuna að gæta, komi á sameiginlegri stjórnun veiða úr þessum mikilvæga stofni til að tryggja sjálfbæra nýtingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×