Neyðarástand hjá útgerðum með leigukvóta 2. desember 2009 10:08 Útgerðarmenn sem eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn að verulegu leiti á leigu veiðiheimilda segja að neyðarástand ríki í greininni. Hópur þessara útgerðarmanna hittist á fundi í Hafnarfirði föstudaginn 27. Nóvember. Fundarmenn eru flestir aðilar í LÍÚ og þegar boðað var til fundarins var miðað við að boða fulltrúa útgerða sem hefðu leigt til sín 100 tonn eða meira. Í tilkynningu frá hópnum segir að um það bil 50 útgerðir í landinu falli undir þessa flokkun og skip í þeirra eigu eru nálægt 70 talsins. „Afli þessara skipa á árinu 2008 samkvæmt tölum Hagstofunnar var liðlega 50 þúsund tonn. Aflaverðmæti 9 milljarðar og starfsmenn 800 talsins, að ótöldum afleiddum störfum. Liðlega helmingur afla þessara skipa kom til vegna leigu aflamarks en tæplega helmingur vegna úthlutunar sem byggist á aflahlutdeild skipanna." Framboð fallið og verðið margfaldast „Stöðu í rekstri þessara fyrirtækja í dag má líkja við neyðarástand," segir ennfremur og bent á að aflaheimildir sumra skipanna séu uppurnar og við það að klárast hjá öðrum. „Ástæður þess eru að framboð á leigumarkaði aflamarks hefur snarfallið og verð margfaldast. Stefnir allt í miklar uppsagnir sem þegar eru hafnar." Sérstaklega er bent á ýsu sem hefur hækkað úr 40kr í 180kr á liðlega ári eða um 450 prósent og skötusel sem hefur hækkað úr 120kr í 300kr eða um 250 prósent. Útgerðarmennirnir segja tvennt koma til. Við úthlutun veiðiheimilda, frá árinu 2000 til ársins 2009 hefur hlutdeild sem úthlutað er til aflamarksskipa fallið um 32 prósent í þorski. Hún fór þó lægst á árinu 2007 en þá hafði hún lækkað um 42 prósent frá árinu 2000. „Það er samdóma álit þessa hóps að það sé ekki einungis skynsamlegt heldur jafnframt nauðsynlegt að auka úthlutun í þorski. Staða þjóðfélagsins hrópi á það." Stofninn ekki settur í hættu Þá segja þeir að jafnframt liggi fyrir sú skoðun Hafrannsóknastofnunnar að þetta setji stofninn ekki í hættu heldur hægi hugsanlega einungis á vexti hans ef hóflega er að staðið. Að lokum benda útgerðarmennirnir á að heimild til flutnings aflamarks milli ára, var hækkuð á nýliðnu fiskveiðiári úr 20 prósentum í 33 prósent. „Þessi breyting hefur haft gríðarleg áhrif. Sökum þessarar heimildar var við nýliðin fiskveiðiáramót, 6.500 tonn óveidd af þorskheimildum síðasta árs, 10.900 tonn af heimildum í ýsu og 6.400 tonn af ufsa. Hópurinn lýsir yfir stuðningi við fyrirhugaðar breytingar ráðherra um lækkun á þessari heimild." Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Útgerðarmenn sem eiga það sameiginlegt að byggja rekstur sinn að verulegu leiti á leigu veiðiheimilda segja að neyðarástand ríki í greininni. Hópur þessara útgerðarmanna hittist á fundi í Hafnarfirði föstudaginn 27. Nóvember. Fundarmenn eru flestir aðilar í LÍÚ og þegar boðað var til fundarins var miðað við að boða fulltrúa útgerða sem hefðu leigt til sín 100 tonn eða meira. Í tilkynningu frá hópnum segir að um það bil 50 útgerðir í landinu falli undir þessa flokkun og skip í þeirra eigu eru nálægt 70 talsins. „Afli þessara skipa á árinu 2008 samkvæmt tölum Hagstofunnar var liðlega 50 þúsund tonn. Aflaverðmæti 9 milljarðar og starfsmenn 800 talsins, að ótöldum afleiddum störfum. Liðlega helmingur afla þessara skipa kom til vegna leigu aflamarks en tæplega helmingur vegna úthlutunar sem byggist á aflahlutdeild skipanna." Framboð fallið og verðið margfaldast „Stöðu í rekstri þessara fyrirtækja í dag má líkja við neyðarástand," segir ennfremur og bent á að aflaheimildir sumra skipanna séu uppurnar og við það að klárast hjá öðrum. „Ástæður þess eru að framboð á leigumarkaði aflamarks hefur snarfallið og verð margfaldast. Stefnir allt í miklar uppsagnir sem þegar eru hafnar." Sérstaklega er bent á ýsu sem hefur hækkað úr 40kr í 180kr á liðlega ári eða um 450 prósent og skötusel sem hefur hækkað úr 120kr í 300kr eða um 250 prósent. Útgerðarmennirnir segja tvennt koma til. Við úthlutun veiðiheimilda, frá árinu 2000 til ársins 2009 hefur hlutdeild sem úthlutað er til aflamarksskipa fallið um 32 prósent í þorski. Hún fór þó lægst á árinu 2007 en þá hafði hún lækkað um 42 prósent frá árinu 2000. „Það er samdóma álit þessa hóps að það sé ekki einungis skynsamlegt heldur jafnframt nauðsynlegt að auka úthlutun í þorski. Staða þjóðfélagsins hrópi á það." Stofninn ekki settur í hættu Þá segja þeir að jafnframt liggi fyrir sú skoðun Hafrannsóknastofnunnar að þetta setji stofninn ekki í hættu heldur hægi hugsanlega einungis á vexti hans ef hóflega er að staðið. Að lokum benda útgerðarmennirnir á að heimild til flutnings aflamarks milli ára, var hækkuð á nýliðnu fiskveiðiári úr 20 prósentum í 33 prósent. „Þessi breyting hefur haft gríðarleg áhrif. Sökum þessarar heimildar var við nýliðin fiskveiðiáramót, 6.500 tonn óveidd af þorskheimildum síðasta árs, 10.900 tonn af heimildum í ýsu og 6.400 tonn af ufsa. Hópurinn lýsir yfir stuðningi við fyrirhugaðar breytingar ráðherra um lækkun á þessari heimild."
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira