Erlent

Áhöfn bresku skútunnar sleppt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Áhöfn skútunnar.
Áhöfn skútunnar.

Fimm manna áhöfn breskrar skútu, sem íranski sjóherinn tók til fanga og hélt í eina viku, hefur verið sleppt úr haldi. Fimmmenningunum var gefið að sök að hafa farið inn í íranska landhelgi þegar þeir sigldu frá Bahrain til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í síðustu viku. David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við íranskan starfsbróður sinn í síma í gær og var áhöfnin leyst úr haldi skömmu síðar eftir að írönsk stjórnvöld ákváðu að fallast á að siglt hefði verið inn í landhelgi þeirra fyrir mistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×