Innlent

Braust inn og reyndi að kveikja á sjónvarpi

Fjölskylda á Selfossi vaknaði við það í nótt að torkennilegar mannaferðir voru í húsinu. Þegar að var gáð var ókunnugur maður sestur fyrir framan sjónvarpið inni í stofu og var að reyna að kveikja á því. Kallað var á lögreglu, sem bauðst til að aka manninum til síns heima, sem hann afþakkaði, en þáði hins vegar boð lögreglumanna um að gista fangageymslu, þar sem hann sefur nú úr sér ölvímuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×