Erlent

Forseti Suður Afríku heitir lyfjameðferð fyrir HIV smituð börn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jacob Zuma forseti Suður Afríku. Mynd/ AFP.
Jacob Zuma forseti Suður Afríku. Mynd/ AFP.
Jacob Zuma, forseti Suður Afríku, tilkynnti í dag að öll börn þar í landi, yngri en eins árs gömul, fái viðeigandi meðferð ef þau greinast HIV jákvæð.

Forsetinn lét þessi orð falla í tilefni Alnæmisdagsins sem er í dag. Hann hét því að börnin fengu viðeigandi lyfjameðferð, en ríkisstjórnin sem sat á undan ríkisstjórn Zuma hafði áður fullyrt að slíkt væri of dýrt. Zuma hét því jafnframt að hann myndi sjálfur gangast undir HIV próf.

Á hverju ári fæðast 59 þúsund börn með HIV veiruna í Suður Afríku og um 5,2 milljónir manna þar eru smitaðar. Hvergi í heiminum eru fleiri smitaðir.

Með yfirlýsingum sínum þykir Zuma marka nýja stefnu, en fréttastofa BBC fullyrðir að MBeki, fyrrverandi forseti landsins, hafi neitað því að tengsl væru á milli HIV og alnæmis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×