Innlent

Versnandi veður víða um land

Veður fer versnandi á Vestfjörðum og eru vegagerðarmenn hættir mokstri á Klettshálsi og á Þröskuldum, vegna stórhríðar. Það er líka hríð á Ennishálsi og vart ferðaveður vestra, að sögn Vegagerðarinnar.

Á Norðurlandi er orðið ófært um Þverárfjall og á Siglufjarðarvegi. Stórhríð er á Öxnadalsheiði og ekkert ferðaveður, þótt hún teljist ekki ófær. Það geysar líka stórhríð á Hólasandi og og á Mývatnsöræfum. Víða er þæfings færð á hér og þar á landinu og hálka er á öllum vegum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×