Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 10:43 Leiðtogarnir funda fyrir luktum dyrum í dag en gert er ráð fyrir blaðamannafundi seinnipartinn. Getty/WPA Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. „Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“ Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
„Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira