Hröktu ráðherra úr púlti Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2009 06:00 hróp gerð að ráðherra Mótmælendur sóttu ráðstefnu sem boðað hafði verið til í gær af tilefni 50 ára afmælis mannréttindadómstóls Evrópu og komu í veg fyrir að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra gæti flutt þar ræðu. Fréttablaðið/GVA Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra varð frá að hverfa eftir að hróp voru gerð að henni á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Mótmælin eru talin tengjast öðrum sem boðuð höfðu verið vegna brottvísunar fjögurra útlendinga til Grikklands í vikunni. Mótmælt var við heimili dómsmálaráðherra á miðvikudagskvöldið. Þá sóttu að sögn lögreglu um tuttugu manns mótmæli á Lækjartorgi í gær. Mótmælendurnir halda því fram að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi sé óviðunandi og óforsvaranlegt að senda hælisleitendur hér þangað. Anna Pála Sverrisdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði dómsmálaráðherra út í málið á Alþingi á fimmtudag. Þar áréttaði Ragna að brottvísun hælisleitenda væri byggð á lögum og almennum mælikvörðum. Ekki væri um geðþóttaákvörðun ráðherra að ræða. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er lagaumhverfið þannig að við erum aðilar að Dyflinnar-samstarfinu sem byggist á því að þegar eitt Dyflinnar-ríki endursendir fólk til annars ríkis er það vegna þess að hælismeðferð fer þá fram í því ríki sem það er sent til,“ sagði Ragna og benti á að Norðurlöndin endursendu öll hælisleitendur til Grikklands. Þá sagði Ragna mál allra flóttamanna vera skoðað gaumgæfilega og benti á að flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að aðstæður í Grikklandi hefðu breyst svo til hins betra að óhætt væri fyrir flóttamenn að snúa aftur þangað. Hún vísaði einnig til skýrslu sem ráðuneytið birti í sumar vegna ákvörðunarinnar um að endursenda fólk til Grikklands. Í skýrslunni kemur fram að skoða eigi hvert tilvik fyrir sig og kanna aðstæður „og meta með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi hvort þess megi vænta að viðkomandi muni njóta réttinda sinna sem hælisleitandi þar í landi“. Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofnunar, staðfestir að Dyflinnar-reglugerðinni sé ekki fylgt fortakslaust heldur séu mál könnuð í samræmi við það vinnulag sem lagt er upp með í skýrslu dómsmálaráðuneytisins. Dæmi séu um að ákveðið hafi verið að senda fólk ekki þangað vegna þess að það hafi fallið undir skilgreiningar skýrslunnar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra varð frá að hverfa eftir að hróp voru gerð að henni á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Mótmælin eru talin tengjast öðrum sem boðuð höfðu verið vegna brottvísunar fjögurra útlendinga til Grikklands í vikunni. Mótmælt var við heimili dómsmálaráðherra á miðvikudagskvöldið. Þá sóttu að sögn lögreglu um tuttugu manns mótmæli á Lækjartorgi í gær. Mótmælendurnir halda því fram að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi sé óviðunandi og óforsvaranlegt að senda hælisleitendur hér þangað. Anna Pála Sverrisdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði dómsmálaráðherra út í málið á Alþingi á fimmtudag. Þar áréttaði Ragna að brottvísun hælisleitenda væri byggð á lögum og almennum mælikvörðum. Ekki væri um geðþóttaákvörðun ráðherra að ræða. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er lagaumhverfið þannig að við erum aðilar að Dyflinnar-samstarfinu sem byggist á því að þegar eitt Dyflinnar-ríki endursendir fólk til annars ríkis er það vegna þess að hælismeðferð fer þá fram í því ríki sem það er sent til,“ sagði Ragna og benti á að Norðurlöndin endursendu öll hælisleitendur til Grikklands. Þá sagði Ragna mál allra flóttamanna vera skoðað gaumgæfilega og benti á að flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að aðstæður í Grikklandi hefðu breyst svo til hins betra að óhætt væri fyrir flóttamenn að snúa aftur þangað. Hún vísaði einnig til skýrslu sem ráðuneytið birti í sumar vegna ákvörðunarinnar um að endursenda fólk til Grikklands. Í skýrslunni kemur fram að skoða eigi hvert tilvik fyrir sig og kanna aðstæður „og meta með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi hvort þess megi vænta að viðkomandi muni njóta réttinda sinna sem hælisleitandi þar í landi“. Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofnunar, staðfestir að Dyflinnar-reglugerðinni sé ekki fylgt fortakslaust heldur séu mál könnuð í samræmi við það vinnulag sem lagt er upp með í skýrslu dómsmálaráðuneytisins. Dæmi séu um að ákveðið hafi verið að senda fólk ekki þangað vegna þess að það hafi fallið undir skilgreiningar skýrslunnar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira