Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut, skammt frá álverinu við Straumsvík, þegar bifreið hafnaði utanvegar rétt eftir klukkan sex í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði voru þrír fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan þeirra. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út og tók það tæpan hálftíma. 16.10.2009 20:13 Tíu prestar taka upp hanskann fyrir sr. Gunnar Tíu prestar, þar á meðal sóknarprestur fjölmennustu sóknar landsins, skrifa Biskupi bréf, til varnar séra Gunnari Björnssyni. Þeir telja að hættulegt fordæmi geti skapast, verði séra Gunnar færður til í starfi, vegna siðferðsbrots gegn ungum sóknarbörnum. 16.10.2009 18:43 Mál séra Gunnars vekur upp guðfræðilegar spurningar „Fyrir okkur er það líka alvarleg staða að lesa megi út úr ferli þessa máls, að Þjóðkirkjan skuli ætla sér annað réttarfar en samfélagið sem hún á að þjóna. Það vekur einnig upp guðfræðilegar spurningar í lúterskri kirkju," þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem tíu prestar hafa skrifað Biskupi Íslands til varnar séra Gunnari Björnssyni, en Gunnar hefur sem kunnugt er verið í leyfi síðustu tvö árin vegna ásakana um kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum. 16.10.2009 17:30 Þjófurinn gleymdi símanum sínum Hann var heldur seinheppinn þjófurinn sem braust inn í bíl í Breiðholti síðdegis í gær. Kauði náði að vísu að komast undan með eitthvað lítilræði en trúlega er það miklu minna virði en það sem hann sjálfur gleymdi á vettvangi. Þetta var sími þjófsins og því reyndist lögreglunni auðvelt að finna út hver var að verki. Maðurinn sem um ræðir er á fertugsaldri og hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. 16.10.2009 16:42 Dómsmálaráðherra hrökklaðist úr Háskólanum „Þú ert með blóðugar hendur“ og „Ragna morðingi“ var meðal þess sem mótmælendur hrópuðu að Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, á ráðstefnu um mannréttindi og lýðræði í Háskóla Íslands í dag. Hún hvarf á braut án þess að hafa náð að flytja ávarp á ráðstefnunni. 16.10.2009 16:25 Játaði morðið en sagðist ekki hafa notað vöfflujárn Bjarki Freyr Sigurgeirsson játaði að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana í Dalshrauni í Hafnarfirði í ágúst síðast liðnum, við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bjarki sagðist játa öllu því sem kæmi fram í ákæru málsins að því undanskildu að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn, líkt og talið er. 16.10.2009 16:16 Óþekkt mynd af Viktoríu drottningu Áður óséð portrett af Viktoríu Englandsdrottningu verður meðal fjögurhundruð listaverka á sérstakri minningarsýningu um drottninguna og prins Albert eiginmann hennar. 16.10.2009 16:11 Almenningur takmarki heimsóknir til sjúklinga Vegna svínainflúensufaraldursins mælir farsóttanefnd Landspítala með því að almenningur takmarki heimsóknir sínar til sjúklinga á sjúkrahúsinu eins og kostur er. Margar deildir hafa þegar takmarkað heimsóknir og er fólk vinsamlegast beðið að virða þær takmarkanir, að fram kemur í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 16.10.2009 15:47 Litháarnir áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir þremur Litháum sem handteknir voru í tengslum við mál Litháísku stúlkunnar sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands um helgina var framlengt fram á miðvikudag í næstu viku í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. 16.10.2009 15:38 Hosmany áfram í gæsluvarðhaldi „Gæsluvarðhaldið er endalaust framlengt,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Hosmany var framlengdur um tvær vikur í dag eins og heimilt er, að sögn Hilmars. 16.10.2009 15:26 Styttist í lausn í Icesave-málinu Össur Skarphéðinsson segir að ríkisstjórnin muni kynna nýtt frumvarp um lausn í Icesavedeilunni „mjög fljótlega“ í samtali við Reuters fréttastofuna í dag. Hann segist einnig mjög bjartsýnn á að fá stuðning meirihluta þingsins í málinu. 16.10.2009 15:17 Neitar að gefa saman svart/hvít pör Friðardómari í Louisiana í Bandaríkjunum hefur neitað að gefa saman svartan mann og hvíta konu af umhyggju fyrir börnum sem þau kunna að eignast. 16.10.2009 15:11 Aðeins þriðjungur hefur skilað uppgjöri Aðeins þriðjungur frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna vegna alþingiskosninganna 25. apríl síðastliðinn hefur skilað fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Samtals hafa 107 af 321 frambjóðendum skilað inn umræddum upplýsingum en skilafrestur rennur út 25. október. Ríkisendurskoðun flokkar skilin eftir stjórnmálaflokkum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að birtur verði listi yfir þá frambjóðendur sem skila ekki uppgjöri til stofnunarinnar. 16.10.2009 14:46 Amfetamín fannst við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær en um amfetamín var að ræða. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins en hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. 16.10.2009 14:18 Islamistar veittust að hollenskum þingmanni Aðsúgur var gerður að hollenska þingmanninum Geert Wilders þegar hann kom að þinghúsinu í Lundúnum í dag. 16.10.2009 14:11 Gott fyrir blaðamenn Kristinn Hrafnsson segist ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur en hann var ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Ara Edwald sýknaður af kröfu handrukkarans Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í dag. Kristinn segist hafa búist við þessari niðurstöðu. 16.10.2009 13:57 Götuvændi færist í vöxt í Reykjavík Götuvændi er að færist í vöxt í Reykjavík að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Greiningardeildin varar við að svipað ástand og í höfuðborgum nágrannalanda kunni að skapast í Reyjavík. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 16.10.2009 13:46 Á ofsahraða án ökuréttinda Nítján ára piltur var tekinn fyrir ofsaakstur á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærkvöld en bíll hans mældist á 150 kílómetra hraða. Pilturinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi en þrátt fyrir réttindaleysi og ungan aldur hefur hann nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir brot á umferðarlögum. 16.10.2009 13:42 50 manns koma að byggingu metanólverksmiðju Fyrsta skóflustungan að metanólverksmiðju í Svartsengi í landi Grindavíkur verður tekin á morgun. Um 50 manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar sem mun bera nafnið George Olah CO2 to Renewable Methanol Plant. 16.10.2009 13:37 Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur. 16.10.2009 13:06 Þurfa ekki að skila inn vottorðum Menntamálaráðuneytið sendi í dag stjórnendum framhaldsskóla bréf þar sem lagt er til að nemendur þurfi ekki að skila læknisvottorðum í veikindatilvikum. Sömu tilmælum hefur verið beint til atvinnurekenda. 16.10.2009 12:29 Biskup hafi vald til að flytja séra Gunnar Biskup Íslands telur að séra Gunnari Björnssyni beri að víkja frá Selfossi, með vísan í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Gunnar ætlar sér hvergi og hefur boðað til fundar með stuðningsmönnum á Selfossi í kvöld. 16.10.2009 12:14 Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu 21 liggur á Landspítalanum með svínaflensu, þar af fjórir á gjörgæsludeild. Alls hafa 323 greinst með flensuna hér á landi. 16.10.2009 12:02 Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16.10.2009 11:13 Norska stórþingið gæti hrunið Bæði norska stórþingið og konungshöllin gætu hrunið ef skjálfti á borð við þann sem varð í Osló árið 1904 gengur aftur yfir að mati ráðgjafastofu verkfræðinga í Noregi. 16.10.2009 11:11 Jarðskjálfti skók Jövu Jarðskjálfti sem mældist 6,5 á Richter skók hús í höfuðborg Indónesíu, Jakarta í morgun. Upptök skjálftans eru undan ströndum eyjunnari Jövu en Jakarta er á norðvesturströnd eyjunnar. Engar upplýsingar hafa enn borist um tjón eða meiðsli á fólki. 16.10.2009 10:42 Löggur lemja löggur Búist er við að mikill mannfjöldi steðji til Danmerkur þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. 16.10.2009 10:32 SkjárEinn í læstri dagskrá Frá miðjum nóvember næstkomandi verður sjónvarpsstöðin SkjárEinn áskriftarstöð. SkjárEinn verður þá sendur út í læstri dagskrá. 16.10.2009 10:00 Búið að bera kennsl á manninn sem fannst látinn Búið er að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í flæðarmálinu á Langasandi skammt frá dvalarheimilinu Höfða á Akranesi seinnipartinn í gær. Andlátið virðist ekki tengjast saknæmu athæfi, að sögn lögreglunnar á Akranesi. 16.10.2009 09:27 Reiðarslag fyrir Þingeyinga Framsýn stéttarfélag lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu ríkistjórnarinnar til uppbyggingar álvers á Bakka við Húsavík. Í ályktun stjórnar félagsins frá því í gær segir að ljóst sé að ákvörðun stjórnvalda um að skrifa ekki undir viljayfirlýsingu með heimamönnum og Alcoa varðandi uppbyggingu álvers á Bakka sé reiðarslag fyrir Þingeyinga. Ekki síst á sama tíma og atvinnulausum fari fjölgandi og hundruð milljóna flæði út úr ríkisjóði í atvinnuleysisbætur. 16.10.2009 09:25 Monty Python heiðraðir á 40 ára afmælinu Gamanleikhópurinn Monty Python kom saman í New York á 40 ára afmæli sínu í gær og tók þar við viðurkenningu. 16.10.2009 08:45 Játaði Gordon Brown ást sína Nikolas Sarkozy Frakklandsforseti játaði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ást sína á fundi þeirra í febrúar á þessu ári. 16.10.2009 08:41 Rýkur enn úr rústum Lifrasamlagsins Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur staðið vaktina við leifar Lifrasamlagsins sem brann í fyrrnótt í einum mesta bruna í bænum frá því Ísfélagið brann árið 2000. Stór hluti hússins var einangraður með torfi og því hefur reynst erfitt slökkva síðustu glæðurnar og rýkur enn úr rústunum. 16.10.2009 07:24 Talibanar sækja í sig veðrið í Pakistan Síðasta vikan hefur verið eitt blóðugasta tímabil í sögu Pakistan eftir stanslausar árásir talibana. 16.10.2009 07:16 Loftbelgsdrengurinn kominn fram Sex ára gamli drengurinn, sem talið var að hefði svifið á brott með loftbelg í Colorado í gær, fannst heill á húfi undir kvöld. Reyndist hann hafa falið sig í kassa uppi á háalofti og fallið þar í fastasvefn. 16.10.2009 07:13 Byggingu hálfkláraðs hótels haldið áfram Norður-Kóreumenn sjá nú loksins fram á að lokið verði við að byggja Ryugyong-hótelið en byggingin hefur gnæft hálfkláruð yfir Pyongyang, höfuðborg landsins, í rúma tvo áratugi. 16.10.2009 07:11 Geimrusl skall á húsþaki í Hull Tveggja kílógramma þungt geimrusl skall á húsþaki ellilífeyrisþega á sjötugsaldri í bresku borginni Hull í síðustu viku. 16.10.2009 07:06 Bretar hefja bólusetningu gegn svínaflensu Bólusetning milljóna Breta gegn svínaflensunni mun hefjast innan viku, að sögn sóttvarnalæknis landsins. Nú eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Bretlandi, þar á meðal 17 ára gömul skosk kona en hún var ólétt þegar hún lést. 16.10.2009 07:04 Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16.10.2009 07:00 Stúlkan frá Litháen komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir vegna meints mansals er fundin. Hún er í vörslu lögreglunnar og er mál hennar til rannsóknar. Búist er við því að lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þegar nær dregur hádegi. Stúlkan sem ferðaðist undir nafninu Leva Grisiúte með stolnum skilríkjum kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar. 16.10.2009 06:26 Nytjastofnarnir eru ágætlega settir Nýlokið er fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins þar sem fjallað var um ástand nokkurra nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og tillögur um nýtingu þeirra. 16.10.2009 06:00 Sjálfstæðisflokkur er í sókn á landsvísu Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig sex þingmönnum yrðu niðurstöður kosninga í takt við nýja könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Vinstri grænir og Borgarahreyfingin myndu tapa þingmönnum. 16.10.2009 06:00 Óskar eftir sjálfboðaliðum Rauði kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að vera nokkurs konar varalið í viðbrögðum félagsins við neyð. Leitað er eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn og ýmisleg störf geta beðið sjálfboðaliðanna, svo sem símsvörun, túlkun, barnapössun, matreiðsla og sálrænn stuðningur. 16.10.2009 06:00 Styrkja baðmenningu í höfuðborginni Samtökin Vatnavinir ætla sér að þróa áfram hugmyndir um fjölbreyttari baðmenningu í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkur sem heilsuborg. 16.10.2009 04:30 Gekk fram á lík á Langasandi Vegfarandi sem var úti að viðra hundinn sinn gekk fram á lík ungs manns á Langasandi, fyrir neðan elliheimilið á Akranesi, seinni partinn í gær. Ekkert bendir til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en það er þó ekki hægt að útiloka. 16.10.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut, skammt frá álverinu við Straumsvík, þegar bifreið hafnaði utanvegar rétt eftir klukkan sex í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliði voru þrír fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan þeirra. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út og tók það tæpan hálftíma. 16.10.2009 20:13
Tíu prestar taka upp hanskann fyrir sr. Gunnar Tíu prestar, þar á meðal sóknarprestur fjölmennustu sóknar landsins, skrifa Biskupi bréf, til varnar séra Gunnari Björnssyni. Þeir telja að hættulegt fordæmi geti skapast, verði séra Gunnar færður til í starfi, vegna siðferðsbrots gegn ungum sóknarbörnum. 16.10.2009 18:43
Mál séra Gunnars vekur upp guðfræðilegar spurningar „Fyrir okkur er það líka alvarleg staða að lesa megi út úr ferli þessa máls, að Þjóðkirkjan skuli ætla sér annað réttarfar en samfélagið sem hún á að þjóna. Það vekur einnig upp guðfræðilegar spurningar í lúterskri kirkju," þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem tíu prestar hafa skrifað Biskupi Íslands til varnar séra Gunnari Björnssyni, en Gunnar hefur sem kunnugt er verið í leyfi síðustu tvö árin vegna ásakana um kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum. 16.10.2009 17:30
Þjófurinn gleymdi símanum sínum Hann var heldur seinheppinn þjófurinn sem braust inn í bíl í Breiðholti síðdegis í gær. Kauði náði að vísu að komast undan með eitthvað lítilræði en trúlega er það miklu minna virði en það sem hann sjálfur gleymdi á vettvangi. Þetta var sími þjófsins og því reyndist lögreglunni auðvelt að finna út hver var að verki. Maðurinn sem um ræðir er á fertugsaldri og hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. 16.10.2009 16:42
Dómsmálaráðherra hrökklaðist úr Háskólanum „Þú ert með blóðugar hendur“ og „Ragna morðingi“ var meðal þess sem mótmælendur hrópuðu að Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, á ráðstefnu um mannréttindi og lýðræði í Háskóla Íslands í dag. Hún hvarf á braut án þess að hafa náð að flytja ávarp á ráðstefnunni. 16.10.2009 16:25
Játaði morðið en sagðist ekki hafa notað vöfflujárn Bjarki Freyr Sigurgeirsson játaði að hafa orðið Braga Friðþjófssyni að bana í Dalshrauni í Hafnarfirði í ágúst síðast liðnum, við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bjarki sagðist játa öllu því sem kæmi fram í ákæru málsins að því undanskildu að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn, líkt og talið er. 16.10.2009 16:16
Óþekkt mynd af Viktoríu drottningu Áður óséð portrett af Viktoríu Englandsdrottningu verður meðal fjögurhundruð listaverka á sérstakri minningarsýningu um drottninguna og prins Albert eiginmann hennar. 16.10.2009 16:11
Almenningur takmarki heimsóknir til sjúklinga Vegna svínainflúensufaraldursins mælir farsóttanefnd Landspítala með því að almenningur takmarki heimsóknir sínar til sjúklinga á sjúkrahúsinu eins og kostur er. Margar deildir hafa þegar takmarkað heimsóknir og er fólk vinsamlegast beðið að virða þær takmarkanir, að fram kemur í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 16.10.2009 15:47
Litháarnir áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir þremur Litháum sem handteknir voru í tengslum við mál Litháísku stúlkunnar sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands um helgina var framlengt fram á miðvikudag í næstu viku í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu. 16.10.2009 15:38
Hosmany áfram í gæsluvarðhaldi „Gæsluvarðhaldið er endalaust framlengt,“ segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður brasilíska lýtalæknisins Hosmany Ramos. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Hosmany var framlengdur um tvær vikur í dag eins og heimilt er, að sögn Hilmars. 16.10.2009 15:26
Styttist í lausn í Icesave-málinu Össur Skarphéðinsson segir að ríkisstjórnin muni kynna nýtt frumvarp um lausn í Icesavedeilunni „mjög fljótlega“ í samtali við Reuters fréttastofuna í dag. Hann segist einnig mjög bjartsýnn á að fá stuðning meirihluta þingsins í málinu. 16.10.2009 15:17
Neitar að gefa saman svart/hvít pör Friðardómari í Louisiana í Bandaríkjunum hefur neitað að gefa saman svartan mann og hvíta konu af umhyggju fyrir börnum sem þau kunna að eignast. 16.10.2009 15:11
Aðeins þriðjungur hefur skilað uppgjöri Aðeins þriðjungur frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna vegna alþingiskosninganna 25. apríl síðastliðinn hefur skilað fjárhagslegu uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Samtals hafa 107 af 321 frambjóðendum skilað inn umræddum upplýsingum en skilafrestur rennur út 25. október. Ríkisendurskoðun flokkar skilin eftir stjórnmálaflokkum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að birtur verði listi yfir þá frambjóðendur sem skila ekki uppgjöri til stofnunarinnar. 16.10.2009 14:46
Amfetamín fannst við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær en um amfetamín var að ræða. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins en hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. 16.10.2009 14:18
Islamistar veittust að hollenskum þingmanni Aðsúgur var gerður að hollenska þingmanninum Geert Wilders þegar hann kom að þinghúsinu í Lundúnum í dag. 16.10.2009 14:11
Gott fyrir blaðamenn Kristinn Hrafnsson segist ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur en hann var ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Ara Edwald sýknaður af kröfu handrukkarans Benjamíns Þórs Þorgrímssonar í dag. Kristinn segist hafa búist við þessari niðurstöðu. 16.10.2009 13:57
Götuvændi færist í vöxt í Reykjavík Götuvændi er að færist í vöxt í Reykjavík að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Greiningardeildin varar við að svipað ástand og í höfuðborgum nágrannalanda kunni að skapast í Reyjavík. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. 16.10.2009 13:46
Á ofsahraða án ökuréttinda Nítján ára piltur var tekinn fyrir ofsaakstur á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærkvöld en bíll hans mældist á 150 kílómetra hraða. Pilturinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi en þrátt fyrir réttindaleysi og ungan aldur hefur hann nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir brot á umferðarlögum. 16.10.2009 13:42
50 manns koma að byggingu metanólverksmiðju Fyrsta skóflustungan að metanólverksmiðju í Svartsengi í landi Grindavíkur verður tekin á morgun. Um 50 manns munu koma að byggingu verksmiðjunnar sem mun bera nafnið George Olah CO2 to Renewable Methanol Plant. 16.10.2009 13:37
Kompásmenn sýknaðir af kröfu Benna Ólsara Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fréttamennina Kristinn Hrafnsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ara Edwald, forstjóra 365, af kröfu Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur sem Benni Ólsari, en hann stefndi þeim vegna Kompásþáttar sem fjallaði um handrukkun og var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári. Benjamín krafðist 10 milljón króna í miskabætur. 16.10.2009 13:06
Þurfa ekki að skila inn vottorðum Menntamálaráðuneytið sendi í dag stjórnendum framhaldsskóla bréf þar sem lagt er til að nemendur þurfi ekki að skila læknisvottorðum í veikindatilvikum. Sömu tilmælum hefur verið beint til atvinnurekenda. 16.10.2009 12:29
Biskup hafi vald til að flytja séra Gunnar Biskup Íslands telur að séra Gunnari Björnssyni beri að víkja frá Selfossi, með vísan í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Gunnar ætlar sér hvergi og hefur boðað til fundar með stuðningsmönnum á Selfossi í kvöld. 16.10.2009 12:14
Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu 21 liggur á Landspítalanum með svínaflensu, þar af fjórir á gjörgæsludeild. Alls hafa 323 greinst með flensuna hér á landi. 16.10.2009 12:02
Konan frá Litháen fannst í Reykjavík Litháíska konan sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær fannst í Reykjavík rétt fyrir miðnættið. Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið barst lögreglunni ábending um hvar hún kynni að vera niðurkomin og var hún handtekin. 16.10.2009 11:13
Norska stórþingið gæti hrunið Bæði norska stórþingið og konungshöllin gætu hrunið ef skjálfti á borð við þann sem varð í Osló árið 1904 gengur aftur yfir að mati ráðgjafastofu verkfræðinga í Noregi. 16.10.2009 11:11
Jarðskjálfti skók Jövu Jarðskjálfti sem mældist 6,5 á Richter skók hús í höfuðborg Indónesíu, Jakarta í morgun. Upptök skjálftans eru undan ströndum eyjunnari Jövu en Jakarta er á norðvesturströnd eyjunnar. Engar upplýsingar hafa enn borist um tjón eða meiðsli á fólki. 16.10.2009 10:42
Löggur lemja löggur Búist er við að mikill mannfjöldi steðji til Danmerkur þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember. 16.10.2009 10:32
SkjárEinn í læstri dagskrá Frá miðjum nóvember næstkomandi verður sjónvarpsstöðin SkjárEinn áskriftarstöð. SkjárEinn verður þá sendur út í læstri dagskrá. 16.10.2009 10:00
Búið að bera kennsl á manninn sem fannst látinn Búið er að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í flæðarmálinu á Langasandi skammt frá dvalarheimilinu Höfða á Akranesi seinnipartinn í gær. Andlátið virðist ekki tengjast saknæmu athæfi, að sögn lögreglunnar á Akranesi. 16.10.2009 09:27
Reiðarslag fyrir Þingeyinga Framsýn stéttarfélag lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu ríkistjórnarinnar til uppbyggingar álvers á Bakka við Húsavík. Í ályktun stjórnar félagsins frá því í gær segir að ljóst sé að ákvörðun stjórnvalda um að skrifa ekki undir viljayfirlýsingu með heimamönnum og Alcoa varðandi uppbyggingu álvers á Bakka sé reiðarslag fyrir Þingeyinga. Ekki síst á sama tíma og atvinnulausum fari fjölgandi og hundruð milljóna flæði út úr ríkisjóði í atvinnuleysisbætur. 16.10.2009 09:25
Monty Python heiðraðir á 40 ára afmælinu Gamanleikhópurinn Monty Python kom saman í New York á 40 ára afmæli sínu í gær og tók þar við viðurkenningu. 16.10.2009 08:45
Játaði Gordon Brown ást sína Nikolas Sarkozy Frakklandsforseti játaði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ást sína á fundi þeirra í febrúar á þessu ári. 16.10.2009 08:41
Rýkur enn úr rústum Lifrasamlagsins Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur staðið vaktina við leifar Lifrasamlagsins sem brann í fyrrnótt í einum mesta bruna í bænum frá því Ísfélagið brann árið 2000. Stór hluti hússins var einangraður með torfi og því hefur reynst erfitt slökkva síðustu glæðurnar og rýkur enn úr rústunum. 16.10.2009 07:24
Talibanar sækja í sig veðrið í Pakistan Síðasta vikan hefur verið eitt blóðugasta tímabil í sögu Pakistan eftir stanslausar árásir talibana. 16.10.2009 07:16
Loftbelgsdrengurinn kominn fram Sex ára gamli drengurinn, sem talið var að hefði svifið á brott með loftbelg í Colorado í gær, fannst heill á húfi undir kvöld. Reyndist hann hafa falið sig í kassa uppi á háalofti og fallið þar í fastasvefn. 16.10.2009 07:13
Byggingu hálfkláraðs hótels haldið áfram Norður-Kóreumenn sjá nú loksins fram á að lokið verði við að byggja Ryugyong-hótelið en byggingin hefur gnæft hálfkláruð yfir Pyongyang, höfuðborg landsins, í rúma tvo áratugi. 16.10.2009 07:11
Geimrusl skall á húsþaki í Hull Tveggja kílógramma þungt geimrusl skall á húsþaki ellilífeyrisþega á sjötugsaldri í bresku borginni Hull í síðustu viku. 16.10.2009 07:06
Bretar hefja bólusetningu gegn svínaflensu Bólusetning milljóna Breta gegn svínaflensunni mun hefjast innan viku, að sögn sóttvarnalæknis landsins. Nú eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Bretlandi, þar á meðal 17 ára gömul skosk kona en hún var ólétt þegar hún lést. 16.10.2009 07:04
Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16.10.2009 07:00
Stúlkan frá Litháen komin í leitirnar Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir vegna meints mansals er fundin. Hún er í vörslu lögreglunnar og er mál hennar til rannsóknar. Búist er við því að lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þegar nær dregur hádegi. Stúlkan sem ferðaðist undir nafninu Leva Grisiúte með stolnum skilríkjum kom hingað til lands með flugi síðastliðið föstudagskvöld og var flutt rænulítil á sjúkrahús eftir að hafa látið ófriðlega í flugvélinni síðasta hluta leiðarinnar. 16.10.2009 06:26
Nytjastofnarnir eru ágætlega settir Nýlokið er fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins þar sem fjallað var um ástand nokkurra nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi og tillögur um nýtingu þeirra. 16.10.2009 06:00
Sjálfstæðisflokkur er í sókn á landsvísu Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig sex þingmönnum yrðu niðurstöður kosninga í takt við nýja könnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Vinstri grænir og Borgarahreyfingin myndu tapa þingmönnum. 16.10.2009 06:00
Óskar eftir sjálfboðaliðum Rauði kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að vera nokkurs konar varalið í viðbrögðum félagsins við neyð. Leitað er eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn og ýmisleg störf geta beðið sjálfboðaliðanna, svo sem símsvörun, túlkun, barnapössun, matreiðsla og sálrænn stuðningur. 16.10.2009 06:00
Styrkja baðmenningu í höfuðborginni Samtökin Vatnavinir ætla sér að þróa áfram hugmyndir um fjölbreyttari baðmenningu í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkur sem heilsuborg. 16.10.2009 04:30
Gekk fram á lík á Langasandi Vegfarandi sem var úti að viðra hundinn sinn gekk fram á lík ungs manns á Langasandi, fyrir neðan elliheimilið á Akranesi, seinni partinn í gær. Ekkert bendir til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en það er þó ekki hægt að útiloka. 16.10.2009 04:00