Innlent

Minnstar líkur á Íslandi

Minnstar líkur eru á að Ísland verði fyrir barðinu á svínaflensu af öllum Evrópulöndum, samkvæmt Paddy Power, stærsta veðmálafyrirtæki Írlands. Frá þessu segir á veðmálavefsíðunni Oddspreview.

Fram kemur að áhugi á að veðja um staðsetningu næsta staðfesta tilfellis af svínaflensu hjá fyrirtækinu sé töluverður. Mestar líkur, eða einn á móti þremur, eru taldar á að Skotland verði næst, enda leikur grunur á að tveir séu þegar sýktir þar. Þeir eru nú í einangrun á sjúkrahúsi. Spánn kemur næst með líkurnar tvo á móti einum.

Í fréttinni segir að kreppuþjóðin Ísland fái loks góðar fréttir, því líkurnar á svínaflensutilfelli hér séu aðeins einn á móti 25.- kg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×