Innlent

Dæmdur til að greiða 120 milljóna króna sekt fyrir skattsvik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sverrir Pétur Pétursson hefur verið dæmdur til að greiða 120 milljóna króna sekt og sæta ellefu mánaða skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa stolið 60 milljónum króna undan skatti í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum.

Sverrir Pétur, sem er málari, var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa skotið 26 milljónum undan á árinu 2006 og um 34 milljónum árið 2007. Á sama tíma stóð hann ýmist skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á sama tíma eða skilaði alls ekki inn virðisaukaskattsskýrslum.

Greiði maðurinn ekki sektina innan fjögurra vikna kemur 12 mánaða fangelsisvist í staðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×