Innlent

Jóhanna útilokar ekki að Alþingi skeri úr um ESB

Stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri grænna miðar vel áfram að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún er bjartsýn á að flokkarnir komi sér saman um lausn varðandi Evrópusambandið.

Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, hefur sagt að vel megi hugsa sér að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi ályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Málið sé þverpólitískt í eðli sínu og þannig eigi að nálgast það.

Jóhanna segir þetta vera ein af þeim leiðum hafi verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum og hún útilokar hana ekki. Þá kveðst Jóhanna bjartsýn á að niðurstaða náist um Evrópumál í viðræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×