Innlent

Veltan í ferðaþjónustunni 115 milljarðar árið 2008

Pétur Rafnsson segir ferðaþjónustuna aldrei mikilvægari en nú. Mynd/ Páll Bergmann.
Pétur Rafnsson segir ferðaþjónustuna aldrei mikilvægari en nú. Mynd/ Páll Bergmann. MYND/Sigurður Bogi Sævarsson
„Í raun er ferðaþjónustan aldrei mikilvægari en einmitt nú. Hún skapar mörg störf og eykur gjaldeyristekjur þjóðarinnar sem við þurfum svo sannarlega á að halda um þessar mundir en velta hennar var um 115 milljarðar árið 2008," segir Pétur Rafnsson, formaður ferðamálasamtakanna, í viðtali í Ævintýralandinu.

Athygli ehf. gaf út Ævintrýralandið í dag, en það er stærsta auglýsinga- og kynningarblað sem fyrirtækið hefur gefið út. Um er að ræða fjölbreytt blað um ferðaiðnaðinn á Íslandi, 72 síður að stærð. Blaðið er alfarið fjármagnað með sölu auglýsinga og áhuginn á því að vera með var slíkur að færri komust að en vildu, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Athygli.

Þetta er í fjórða sinn sem Athygli gefur út Ævintýralandið Ísland í samvinnu við Ferðamálasamtök Íslands. Blaðið er spegill þeirrar þróttmiklu starfsemi sem þrífst í ferðaþjónustunni á Íslandi og þar eru kynntar í máli og myndum fjölmargar hugmyndir að ferðalögum um landið bláa í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×