Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

Frá Bagdad
Frá Bagdad Mynd/AP
Að minnsta kosti 42 eru látnir og aðrir 68 mikið slasaðir eftir árásir vígamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Á annað hundrað manns hafa fallið á árásum á síðustu tveimur vikum.

Tvær bílasprengjur voru sprengdar við vinsælan markað í miðbæ Bagdad að því er virðist á sama tíma. Þriðja bílasprengjan var aftengd af sérfræðingum lögreglu.

Í síðustu viku féllu 140 manns sjálfsvígssprengjuárásum en þá voru tvær árásir gerðar í Bagdad og borginni Baquba í norðausturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×