Fleiri fréttir

Handtekinn eftir að hóta fjöldamorði í skóla

Fjórtán ára gamall drengur í Helsingjaeyri á Norður-Sjálandi var handtekinn í gær eftir að ummæli fundust eftir hann á Netinu þar sem hann sagðist ætla að drepa fjölda nemenda við skóla í bænum í hádeginu mánudaginn 16. mars.

Mæður vinna 40 prósent meira á heimilinu en feður

Vinnuframlag breskra mæðra á heimilinu er að meðaltali 40 prósent meira en feðranna. Það var rannsókn breska tryggingafélagsins Legal and General sem leiddi þessa niðurstöðu í ljós en í henni kom fram að mæður, sem þó vinna fulla vinnu utan heimilisins, séu að meðaltali önnum kafnar á heimilinu 55 klukkustundir á viku við að sinna börnum og húsverkum.

Bretar að drukkna í ódýru áfengi

Ódýrt áfengi er að drepa Breta. Þetta fullyrðir breski landlæknirinn sir Liam Donaldson og bendir á að ein leið til úrbóta væri að hækka áfengisverð og taka upp ákveðið lágmarksverð sem engin áfengistegund færi undir.

Grunaðir um innbrot í Tölvulistann

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í bíl á Reykjanesbraut í gærkvöldi, grunaða um innbrot í Tölvulistann í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið.

Fóður og fjör Við pollinn

Veitingastaðurinn Við Pollinn á Ísafirði tekur þátt í hátíðinni "Fóður og fjör“ sem haldin verður víðs vegar um land um helgina. Halldór Karl Valsson, annar eigenda veitingastaðarins, segir veitingastaðinn ætla að vera með vestfirska framleiðslu á boðstólum. "Við verðum bara með hráefni sem kemur af svæðinu. Kokkarnir á veitingastaðnum sjá alfarið um matreiðsluna og boðið er upp á lifandi tónlist fyrir matargesti,“ segir Halldór Karl. Er þetta annað árið í röð sem hátíðin er haldin á Ísafirði en á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs.

Mikið annríki hjá Björgunarsveitum Árnessýslu

Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum Árnessýslu síðustu vikuna. Fyrsta útkallið var á laugardaginn 7.mars en þá var sveitin kölluð út vegna konu sem hafði fótbrotnað í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði og var hún flutt á Björgunarskel til byggða þar sem sjúkrabíll flutti hana á Slysadeild í Fossvogi. Björgunarfélagið Árborg og Mannbjörg í Þorlákshöfn voru eining kölluð út.

Hald lagt á glæsivillur og báta Madoffs

Glæsivillur, bílar, bátar og silfurmunir í eigu fjárfestisins Bernard Madoff og eiginkonu hans eru meðal þess sem yfirvöld munu taka í sínar vörslur. Þetta var meðal þess sem var á lista saksóknara sem hann lagði fram við réttarhöldin í New York en Madoff hefur játað á sig 11 ákærur vegna svika.

Snjóflóð féll vegna vélsleðamanns á Ólafsfirði

Fimm til sex hundruð metra langt snjóflóð féll úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð í gær. Setja á upp snjóflóðavarnargarð sem verja á Dvalarheimilið Hólabrekku en flóðið fór um fimm hundruð metra sunnar en varnargarðurinn á að vera. Jón Konráðsson yfirlögregluþjónn á Ólafsfirði segir vélsleðamann hafa komið flóðin af stað en enginn var í teljanlegri hættu.

Línurnar lagðar í komandi kosningabaráttu

Þær Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti í prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík eru greinilega byrjaðar að skipuleggja komandi kosningaslag. Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum og þær sendu á samflokkssystkini sín kemur fram að mikilvægast sé að benda á það sem Viðskiptaráð, Sjálfstæiðsflokkurinn, Heimdallur og allir hinir sögðu.

Ísland numið á árunum 700 til 750

Margrét Hermanns Auðardóttir segir bæði fornleifarannsóknir og frjógreiningar hafa staðfest að Ísland var numið mun fyrr en opinberlega er viðurkennt. Hún telur tregðu sagnfræðinga um að kenna að Íslandssagan sé ekki endurskrifuð.

Fámáll og reyndi að hylja andlit sitt

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl fékk í dag að heyra fyrir dómi vitnisburð dóttur sinnar sem hann er ákærður fyrir að hafa fangelsað í nær aldarfjórðung, nauðgað ofsinnis og alið með sjö börn. Við upphaf réttarhalda yfir Fritzl í dag gekkst hann við hluta þeirra brota sem hann er ákærður fyrir.

Slök útkoma helstu umhverfissinna

Hörðustu talsmenn umhverfisverndar fengu slaka útkomu í prófkjörum Samfylkingar og Vinstri grænna. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kveðst þó hafa mestar áhyggjur af því að í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki séu engir til umræðu um þennan málaflokk.

Framhaldsskóli rís við utanverðan Eyjafjörð

Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn sem lengi hefur verið beðið eftir.

Leikskólastarfsmanni sem löðrungaði sagt upp í dag

Starfsmanni, sem löðrungaði fimm ára gamlan dreng á leikskóla í Reykjavík, var sagt upp í dag. Leikskólasviðsstjóri Reykjavíkurborgar harmar atvikið og segir svona framkomu ekki liðna. Móðir drengsins fagnar þessum málalyktum.

Neitað um skýrslur vegna bankaleyndar - þrjú mál til skoðunar

Fjármálaeftirlitið á ekki að grisja þær upplýsingar sem sérstakur saksóknari fær segir þingmaður vinstri grænna. Embættið hefur óskað eftir skýrslum endurskoðenda um gömlu bankanna frá Fjármálaeftirlitinu en verið neitað á grundvelli bankaleyndar. Þrjú mál eru komin inn á borð hjá sérstökum saksóknara.

Þingmenn skrái og birti fjárhagslega hagsmuni sína

Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings. Í reglunum er kveðið á um að skrifstofa Alþingis skuli halda skrá, og birta opinberlega, um fjárhagslega hagsmuni alþingismanna svo og um trúnaðarstörf þeirra utan þings. Með setningu reglnanna ætlast forsætisnefnd til þess að alþingismenn skrái fjárhagslega hagsmuni sína og birti þá opinberlega.

Nýtt bankaráð skipað í Seðlabankann

Nýtt bankaráð Seðlabankans hefur verið skipað á Alþingi. Tveir listar voru lagðir fram á þingi. Á listunum voru annars vegar þeir sem stjórnarflokkarnir vildu hafa í ráðinu og hinsvegar fulltrúar minnihlutans. Sjálfkjörið var í ráðið.

Ísland fær undanþágu frá reglum um hvíldartíma

Fastanefnd EFTA ríkjanna hefur samþykkt undanþágubeiðni Íslands frá reglum Evrópusambandsins um akstur og hvíld atvinnubílstjóra. Þar með er fallist á sérstöðu Íslands í samgöngumálum en vegakerfi landsins og aðstæður atvinnubílstjóra til hvíldar hér á landi eru mjög frábrugðnar því sem gerist á meginlandi Evrópu auk þess sem íslenskt veðurfar getur sett strik í reikninginn að því er segir í tilkynningu frá samtökum atvinnulífsins.

Ástþór afhendir útvarpsstjóra uppsagnarbréf

Ástþór Magnússon hefur afhent Páli Magnússyni útvarpsstjóra uppsagnarbréf og sakað hann um að fótum troða skyldur sínar sem útvarpsstjóra Ríkisútvaprssins sem er skylt að gæta jafnræðisreglu og halda í heiðri lýðræðislegar grundvallareglur.

L-listinn með áhyggjur af fullveldinu

Frambjóðendur L-listans lýsa yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands i ljósi nýliðinna prófkjara í tilkynningu sem þeir sendu frá sér nú síðdegis. Þar kemur fram að ástæðan fyrir áhyggjum þeirra sé sú að líkur bendi til þess að fleiri ESB-sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.

Reyndu að smygla fíkniefnum í flakkara

Fangaverðir á Litla Hrauni komu í veg fyrir að aðilum utan fangelsisins tækist að smygla fíkniefnum inn í fangelsið.Fíkniefnin fundu fangaverðir í tölvuflakkara, eða utanáliggjandi hörðum diski, sem ætlað var fanga.

Finnur og Sigrún komin til Íslands

Félagarnir Finnur og Sigrún eru komnir til Íslands. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fyrr í vetur settu breskir fuglafræðingar á vegum The Wildfowl & Wetlands Trust gervihnattasenda

Karl Georg sýknaður af ákæru um fjársvik

Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður, sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna, var í dag sýknaður í Héraðdómi Reykjavíkur.

Logos vann lögfræðiálit fyrir Baug

Faglegur framkvæmdarstjóri lögfræðistofunnar Logos, Gunnar Sturluson, stendur við það að lögmenn stofunnar hafi aldrei unnið fyrir Baug í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér rétt fyrir hádegi. Í frétt sem birtist frá Vísi fyrr í morgun kom fram að hæstaréttarlögmaðurinn Hákon Árnason hafi verið falið að sjá um undirbúning fyrir málshöfðun Baugs gegn ríkinu árið 2005.

Stjórnlagaþingið myndi kosta 1700 milljónir króna

Stjórnlagaþing sem starfar í eitt og hálft ár líkt og frumvarp sem lagt hefur verið fram um breytingar á stjórnskipunarlögum gerir ráð fyrir mun kosta tæpar 1732 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðarmati frá fjármálaráðuneytinu, en málið var rætt á fundi sérnefndar um stjórnarskrármál í morgun.

Engin búinn að kæra hjá Samfylkingu í SV

Engin kæra hefur borist vegna þeirra sem greiddu atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, og reyndust síðan ekki vera á kjörskrá. Stjórn kjördænmisráðsins og kjördæmisráðið í heild koma saman til fundar í kvöld.

Framkvæmd forvals VG gagnrýnd

Frambjóðendur í forvali Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi gagnrýna framkvæmd forvalsins. Jón Bjarnason, alþingismaður, hafi einn haft aðgang að félagaskrá og því haft forskot á aðra frambjóðendur. Framkvæmdastýra flokksins segir að enginn frambjóðandi hafi haft nýjustu félagaskrá í höndum.

Fritzl viðurkennir að hafa nauðgað dóttur sinni

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi.

Facebook sparaði frambjóðendum auglýsingakostnað

Það voru ekki allir sem eyddu fúlgum fjár í þá miklu prófkjörsbaráttu sem lauk um helgina. Þannig greindi Rósa Guðbjartsdóttir, sem er nýliði í hópi efstu manna á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, frá því á facebook í gær að hún hefði varið tæpum 150 þúsund krónum í sína prófkjörsbaráttu.

Jón Baldvin ekki í formannsslaginn

Jón Baldvin Hannibalsson mun ekki bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar né taka sæti eftir að hafa hafnað í þrettánda sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Þetta kom fram í pistli sem Jón Baldvin ritaði á vefsvæði Pressunar (pressan.is).

Birtir auglýsingu til að krefjast peninga frá Singer & Friedlander

Staðarblaðið Manchester Evening News hefur sett af stað herferð til þess að krefjast þess að Christie spítalinn fái endurgreiddar 6,5 milljónir punda, eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna, sem tapaðist þegar að Singer & Friedlander banki Kaupþings féll í október.

Pólverjar enn langfjölmennastir

Þann 1. janúar 2009 voru skráðir hérlendis 24.379 erlendir ríkisborgarar. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að það samsvari fjölgun um 958 manns frá sama tíma í fyrra. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 7,6% í ársbyrjun 2009 samanborið við 7,4% ári áður.

Logos vann víst fyrir Baug

Lögfræðistofan Logos fór með skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir hönd Baugs Group árið 2005. Það gengur þvert á ummæli Gunnars Sturlusonar, lögfræðings Logos sem sagði í viðtali við Vísi á föstudaginn að lögmenn stofunnar hefðu ekki starfað fyrir Baug.

Krefst viðtals í Kastljósinu

Lýðræðishreyfingin krefst að fá án tafar aðgengi að Kastljósi Ríkisútvarpsins til að kynna nýja hugmyndafræði um notkun hraðbanka í beinu og milliliðalausu lýðræði.

Franskur kynlífsiðnaður lepur dauðann úr skel

Frakkar reyna nú allt hvað þeir geta til að bjarga kynlífshjálpartækjaiðnaði sínum frá gjaldþroti. Franskur kynlífsiðnaður er á hraðri niðurleið og þeir sem standa á bak við hann rembast nú eins og rjúpan við staurinn við að bjarga málunum á þessum síðustu og verstu því ekkert virðist ganga eins og staðan er núna.

Innbrotsþjófur stunginn til bana

Sautján ára gamall innbrotsþjófur var stunginn til bana í Nottingham í Bretlandi á föstudaginn. Pilturinn var staðinn að verki við innbrotið og kom til átaka milli hans og húsráðanda sem lyktaði með því að húsráðandi stakk hinn óboðna gest til bana.

Tveir breskir hermenn dóu í Afganistan

Tveir breskir hermenn létust í sprengjutilræði í Afganistan í gær og náði tala látinna breskra hermanna þar með 152 frá upphafi aðgerða vesturveldanna í Afganistan árið 2001. Hermennirnir voru á vakt í Musa Quala-héraðinu í norðurhluta landsins þegar ráðist var á þá fyrirvaralaust.

Lítil breyting á ESB-afstöðu

Nánast engin breyting hefur orðið á afstöðu almennings til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu í nýjustu viðhorfskönnun Fréttablaðsins, samanborið við næstsíðustu könnun blaðsins í febrúar. 45 og hálft prósent vilja að Ísland sæki um aðild en 54 og hálft prósent eru því andvíg. Afstaðan er nokkuð jöfn eftir kynjum, en fylgi við umsókn er talsvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Grásleppuvertíð á fullt

Grásleppuvertíðin er komin í fullan gang fyrir norðan land en hún byrjar síðar vestur af landinu. Vertíðin má standa í 55 daga. Ef veiðin nemur um það bil átta þúsund tunnum af söltuðum hrognum gæti aflaverðmætið orðið um sjö hundruð milljónir króna og vertíðin skapað um það bil 600 sjómönnum atvinnu á meðan hún stendur.

Tæpur fjórðungur veit um tryggingasvikara

Tæplega fjórðungur aðspurðra sagðist vita um einhvern, sem hafi svikið fé út út tryggingafélagi, samkvæmt könnun Gallup fyrir samtök fjármálafyrirtækja. 87 prósent töldu tryggingasvik alvarlegt brot og rúmlega helmingur var tilbúinn til að greina frá slíku, ef nafnleyndar yrði gætt.

Ók á vegrið

Ökumaður slapp ómeiddur þegar jeppi hans rann utan í víravegrið í Svínahrauni á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. Vegriðið eyðilagðist á um það bil 50 metra kafla og bíllinn skemmdist töluvert, en var ökufær eftir atvikið. Töluverð hálka var á vettvangi þegar þetta gerðist.

Sjá næstu 50 fréttir