Innlent

Mikið annríki hjá Björgunarsveitum Árnessýslu

Þessi mynd var tekinn á farsíma þegar stúlka var sótt í Rjúpna brekkunar  fyrir ofan Hveragerði.
Þessi mynd var tekinn á farsíma þegar stúlka var sótt í Rjúpna brekkunar fyrir ofan Hveragerði.

Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum Árnessýslu síðustu vikuna. Fyrsta útkallið var á laugardaginn 7.mars en þá var sveitin kölluð út vegna konu sem hafði fótbrotnað í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði og var hún flutt á Björgunarskel til byggða þar sem sjúkrabíll flutti hana á Slysadeild í Fossvogi. Björgunarfélagið Árborg og Mannbjörg í Þorlákshöfn voru eining kölluð út.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjálparsveit skáta í Hveragerði. Þar segir einnig að á mánudaginn 9.mars hafi sveitirnar verið kallaðar út vegna konu sem hafði hlotið meiðsl á mjöðm í Rjúpnabrekkum fyrir ofan Hveragerði.

Í því útkalli var eining kallað eftir aðstoð frá Björgunarfélagi Árborgar og Mannbjörg í Þorlákshöfn. Óskað eftir Þyrlu Landhelgisgæslunar við að flytja konuna á Slysadeild í fossvogi.

Þriðja útkallið var svo á föstudagskvöldið um kl 20:00 þegar Lögregla óskaði eftir aðstoð Hjálparsveitar skáta í Hveragerði vegna ófærðar á Hellisheiði þar sem vegfarendur voru í vandræðum.

Hjálparsveit skáta Hveragerði fékk aðstoð frá Björgunarfélagi Árborgar, Mannbjörg í Þorlákshöfn, Hjálparsveit Skáta Reykjavík og Björgunarsveitinni Kyndil í Mosfellsbæ.

Alls voru 21 bjargað úr bílum sínum á heiðinni og fluttir til byggða og um 30 bílum fyllt til Reykjavíkur af Björgunarsveitum þetta kvöld. Um kl 4 var sveitin svo kölluð út aftur vegna bíla sem ekki höfðu virt lokanir á Hellisheiði og höfð lagt á heiðina þó hún væri lokuð. Um nóttina aðstoðaði svo sveitin Slökkvilið Höfuðborgarsvæðissins við að koma blóði frá Reykjavík á sjúkrahúsið á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×