Innlent

Línurnar lagðar í komandi kosningabaráttu

Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Þær Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti í prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík eru greinilega byrjaðar að skipuleggja komandi kosningaslag. Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum og þær sendu á samflokkssystkini sín kemur fram að mikilvægast sé að benda á það sem Viðskiptaráð, Sjálfstæðisflokkurinn, Heimdallur og allir hinir sögðu.

Lilja sendir póst á samflokkssystkini sín þar sem segir að eftirfarandi línur hljóti að rata inn í allar sögubækur um bankahrunið mikla í október 2008. Línurnar eru úr u.þ.b ársgamalli skýrslu Viðskiptaráðs um samkeppnishæfni Íslands ef marka má orð Lilju.

„Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum. Ísland ætti þess í stað að bera sig saman við þau ríki sem standa hvað fremst á hverju sviði fyrir sig" (bls. 22)

Síðan lætur hún fylgja með stjórn Viðskiptaráðs og segir mörg goðin eiga þar sæti, t.d : Halla Tómasdóttir, Erlendur Hjaltason, Ingólfur Helgason, Halldór J. Kristjánsson, Þór Sigfússon, Lárus Welding, Róbert Wessman og Ari Edwald.

Svandís svarar síðan pósti Lilju og segir þetta vera eitt af því sem þurfi að muna. „Kannski verður það mikilvægasti hlutinn af okkar kosningabaráttu að muna það sem þau sögðu, Viðskiptaráð, Sjálfstæðisflokkurinn, Heimdallur og allir hinir," segir Svandís og tekur þetta sem dæmi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×