Innlent

Leikskólastarfsmanni sem löðrungaði sagt upp í dag

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Starfsmanni, sem löðrungaði fimm ára gamlan dreng á leikskóla í Reykjavík, var sagt upp í dag. Leikskólasviðsstjóri Reykjavíkurborgar harmar atvikið og segir svona framkomu ekki liðna. Móðir drengsins fagnar þessum málalyktum.

Leikskólastjóri í Reykjavík hafði samband við Ólöfu Ástu í janúar og tjáði henni að fimm ára sonur hennar hefði verið sleginn utan undir af starfsmanni skólans.

Starfsmaðurinn var áminntur. Hins vegar hafði leikskólastjórinn ekki heimild til að segja starfsmanninum upp við fyrsta brot. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar lög um réttindi starfsmanna og vernd barna stangist á, eigi hagsmunir barnsins að sitja í fyrirúmi.

Móðir drengsins hefur nú í hálfan annan mánuð barist fyrir því að starfsmaðurinn verði rekinn. Eftir fréttaflutning helgarinnar gerist það síðan í dag að móðirin er kölluð á fund borgarstjóra.

Starfsmaðurinn lauk sínum vinnudegi í dag og kemur ekki aftur til vinnu á leikskólanum.










Tengdar fréttir

Leikskólastarfsmaður sló fimm ára gamlan dreng

Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×