Erlent

Innbrotsþjófur stunginn til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sautján ára gamall innbrotsþjófur var stunginn til bana í Nottingham í Bretlandi á föstudaginn. Pilturinn var staðinn að verki við innbrotið og kom til átaka milli hans og húsráðanda sem lyktaði með því að húsráðandi stakk hinn óboðna gest til bana. Málið hefur vakið upp umræður á ný um það hvaða ráðum breskir húsráðendur mega beita til að verja heimili sín fyrir innbrotsþjófum. Tíu ár eru liðin síðan bóndi nokkur drap 16 ára gamlan innbrotsþjóf sem braust inn á heimili hans í Norfolk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×