Innlent

Framhaldsskóli rís við utanverðan Eyjafjörð

Katrín Jakobsdóttir undirritaði samninginn.
Katrín Jakobsdóttir undirritaði samninginn.

Í dag var skrifað undir samkomulag um byggingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir oddviti Héraðsnefndar Eyjafjarðar og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð og Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu samninginn sem lengi hefur verið beðið eftir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð. Þar segir að undirritun hafi farið fram í Tjarnarborg að viðstöddum 10. bekkingum frá Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði ásamt bæjarstjórum, bæjarfulltrúum og íbúum af Eyjafjarðarsvæðinu. Að undirskrift lokinni risu viðstaddir á fætur og mikil fagnaðarlæti brutust út.

„Búið er að skipa bygginganefnd og er áætlað að framkvæmdir við skólabyggingu í Ólafsfirði hefjist þegar á þessu ári. Þar sem byggingu skólans verður ekki lokið fyrr en árið 2010, er gert ráð fyrir að skólahald hefjist í bráðabirgðakennsluaðstöðu haustið 2009. Fyrirhugað er að kennt verði á Dalvík, Siglufirði og í Ólafsfirði, í samstarfi við aðra framhaldsskóla í Eyjafirði. Skólanefnd verður skipuð fljótlega og auglýst verður eftir skólameistara í byrjun árs 2010."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.