Innlent

Reyndu að smygla fíkniefnum í flakkara

Reyndu að smygla fíkniefnum inn á Litla Hrauni í tölvuflakkara.
Reyndu að smygla fíkniefnum inn á Litla Hrauni í tölvuflakkara.

Fangaverðir á Litla Hrauni komu í veg fyrir að aðilum utan fangelsisins tækist að smygla fíkniefnum inn í fangelsið. Fíkniefnin fundu fangaverðir í tölvuflakkara, eða utanáliggjandi hörðum diski, sem ætlað var fanga.

Flakkari, eins og tækið er iðullega kallað, er yfirleitt ætlað að hýsa ýmislegt skemmtiefni svo sem tónlist og kvikmyndir.

Í þessu tilfelli var um að ræða um 20 grömm af amfetamíni, 30 E- töflur og smávegis af kannabis. Þrír fangar eru grunaðir um aðild að málinu. Þeir voru yfirheyrðir. Tveir menn voru handteknir grunaðir um að hafa komið efnunum inn í fangelsið og þess þriðja er leitað. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×