Innlent

Grunaðir um innbrot í Tölvulistann

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn í bíl á Reykjanesbraut í gærkvöldi, grunaða um innbrot í Tölvulistann í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið. Þaðan var meðal annars stolið fartölvu, en hún fannst ekki í fórum þeirrra. Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir gista báðir fangageymslur og verða yfirheyrðir nánar í dag. Þjófar voru líka á ferð í Mosfellsbæ í nótt og brutust þar inn í söluturn. Þeir höfðu eitthvað á brott með sér og eru ófundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×