Innlent

Árásarmaður þoldi ekki að vera kallaður hommi

Var kallaður hommi og lamdi Pólverja með flösku.
Var kallaður hommi og lamdi Pólverja með flösku.

Maður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að slá pólskan karlmann í andlitið með glerflösku eftir að hann kallaði árásarmanninn homma.

Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ í maí á síðasta ári.

Auk þess að þurfa að halda skilorð næstu þrjú árin þarf hin dæmdi að greiða fórnalambi sínu rétt rúmar þrjúhundruð þúsund krónur í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×