Erlent

Miklagljúfur 90 ára

Óli Tynes skrifar
Hluti af Grand Canyon.
Hluti af Grand Canyon.

Bandaríkjamenn halda nú upp á það að níutíu ár eru liðin síðan Miklagljúfur eða Grand Canyon var lýst þjóðgarður.

Þangað koma milljónir manna árlega að skoða náttúruundrið, bæði Bandaríkjamenn og útlendingar.

Hægt er að fara bæði í bátsferðir niður gljúfrið og fljúga eftir því í þyrlum eða litlum flugvélum.

Talið er að Colorado fljótið hafi grafið Miklagljúfur á sex milljónum ára. Það er 446 kílómetra langt, 6-29 kílómetera breitt og mesta dýpi er 1,83 kílómetrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×