Erlent

Vilja taka á innflytjendastraumi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mótmæli við olíuhreinsunarstöð í Lincolnskíri í janúar.
Mótmæli við olíuhreinsunarstöð í Lincolnskíri í janúar.

Innflytjendastraumurinn til Bretlands er vandamál sem báðir stóru flokkarnir þar í landi, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, verða að gera að forgangsmálefni.

Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem blaðið Daily Telegraph gerði meðal kjósenda. Nú er svo komið að einn af hverjum níu íbúum Bretlands er ekki fæddur þar í landi og fjölgar innflytjendum ört. Margir atvinnulausir Bretar eru stjórnvöldum gramir yfir því að erlent vinnuafl hafi af þeim störfin og stutt er síðan starfsmenn olíuhreinsunarstöðvar lögðu niður vinnu undir kjörorðinu bresk störf fyrir breska alþýðu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×