Innlent

Borgarahreyfingin kynnir helstu stefnumál sín

Borgarahreyfingin, nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hyggst kynna framboð hreyfingarinnar og helstu stefnumál á fundi með blaðamönnum í dag. Fram kemur í tilkynningu að framboðið sé nýtt stjórnmálaafl fólks sem hafi það að megin markmiði að knýja fram breytingar á lýðræðis- og stjórnskipan hér landi.

,,Þjóðin hefur kallað eftir breytingum og nú mun henni bjóðast skýr kostur breytinga í næstu alþingiskosningum."

Herbert Sveinbjörnsson er formaður Borgarahreyfingarinnar og Birgitta Jónsdóttir er varaformaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×