Erlent

Fyrsta Superman-blaðið boðið upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hasarblöð til sölu í bókabúð, væntanlega þó ekki fyrir mörg hundruð þúsund dollara stykkið.
Hasarblöð til sölu í bókabúð, væntanlega þó ekki fyrir mörg hundruð þúsund dollara stykkið. MYND/Reuters
Eintak úr fyrstu útgáfu teiknimyndablaðs um Ofurmennið, eða Superman, verður boðið upp hjá Fishler í New York í dag. Blaðið var gefið út í júní 1938 og eru blöð úr þessari fyrstu útgáfu orðin ákaflega sjaldséð. Ekki er gefið upp hver seljandinn er en hann segist hafa keypt blaðið notað þegar hann var níu ára gamall árið 1950. Búist er við að vel yfir 100.000 dollarar fáist fyrir eintakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×