Erlent

Erlendum brotamönnum vísað úr landi með hraði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hertar reglur danskra lög- og dómgæsluyfirvalda gera það að verkum að það getur tekið innan við sólarhring að dæma erlenda brotamenn og vísa þeim úr landi með fimm ára endurkomubanni. Þetta fengu tveir pólskir innbortsþjófar í Horsens á Jótlandi að reyna.

Eftir að lögregla hafði hendur í hári þeirra fyrir að stela tölvuleikjum og blekhylkjum í prentara liðu innan við 24 klukkusutndir þar til dómari hafði dæmt þá í 20 daga fangelsi og úrskurðað að auki að þeim skyldi vísað úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×