Erlent

Hellir til sölu

Óli Tynes skrifar
Hellirinn í Missouri.
Hellirinn í Missouri. MYND/AP

Öldum saman bjó fólk í hellum. Líklega hafa þó þeir fyrstu ekki verið jafn þægilegir og huggulegir og hellirinn sem Curt og Debora Sleeper gerðu sér í Missouri í Bandaríkjunum.

Það er þriggja hæða hellir með öllum nútíma þægindum. Því miður fyrir Sleeper hjónin verða þau hugsanlega að leggjast til svefns í íburðarminni helli einhverntíma á næstunni.

Þau hafa eins og margir aðrir lent í bandarísku húsnæðislánakreppunni sem hleypti núverandi heimskreppu af stað.

Þau eiga að greiða stóra afborgun fljótlega og hafa sett hellinn til í sölu á e-bay til vonar og vara. Ef þeim tekst ekki að ná samningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×