Erlent

Telja einokun Google úr hófi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tæplega 30 breskir þingmenn hafa sent ríkisstjórninni erindi og hvatt hana til að grípa inn í einokunarstöðu bandaríska hugbúnaðarrisans Google á auglýsingamarkaði. Nú er svo komið að hlutdeild fyrirtækisins á þeim vettvangi er að ná 90 prósentum. Þingmaður Verkamannaflokksins segir þetta óheilbrigt markaðsástand og hin hálfgerða einokun komi að lokum niður á verðlagningu og þjónustu á netauglýsingamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×