Erlent

Uppreisn landamæravarða í Bangladesh lokið

Um tvö hundruð landamæraverðir í Bangladesh voru handteknir í morgun.
Um tvö hundruð landamæraverðir í Bangladesh voru handteknir í morgun. MYND/AP

Um tvö hundruð landamæraverðir í Bangladesh voru handteknir í morgun eftir tveggja daga uppreisn og bardaga við lögreglu og her.

Landamæraverðirnir voru handteknir þegar þeir höfðu dulbúið sig og reyndu að flýja úr höfuðstöðvum sínum í höfuðborginni Dhaka.

Þeir héldu yfir 130 yfirmönnum í hernum föngnum í höfuðstöðvunum og óttast er að þeir hafi verið drepnir.

Landamærum Bangladesh og Indlands hefur verið lokað og áköf leit stendur nú yfir, en talið er að einhverjum landamæravörðum hafi tekist að flýja.

Uppreisnin hófst síðastliðinn miðvikudag og ástæðan er óánægja landamæravarðanna með kaup sín og kjör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×