Erlent

Ný hitabylgja í Ástralíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ástralar búa sig nú undir nýja hitabylgju með tilheyrandi hættu á kjarr- og skógareldum en gert er ráð fyrir roki og tæplega 40 gráða hita í dag og næstu daga. Fátt skapar betri aðstæður fyrir skógarelda, en ekki er nema liðlega hálfur mánuður síðan rúmlega 200 manns fórust í kjarreldum sem að öllum líkindum voru af mannavöldum. Á fjórða hundrað skólar í Viktoríufylki verða lokaðir í dag og fólk er hvatt til að vera heima og sinna brunaforvörnum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×