Innlent

Jón Trausti Lúthersson: Hundaníðingur rekinn úr Fáfni

Jón Trausti Lúthersson segist lifa fjölskyldulífi í Noregi þessa daganna.
Jón Trausti Lúthersson segist lifa fjölskyldulífi í Noregi þessa daganna.

„Honum var vikið úr klúbbnum fyrir um ellefu mánuðum síðan," segir Jón Trausti Lúthersson, forsvarsmaður Fáfnis og Vítisengill um Ólaf Vilberg Sveinsson sem var dæmdur í dag fyrir að keyra öxlina í bringu tollvarðar og gefa hundi hnéspark í kviðinn.

Að sögn Jóns Trausta var honum vikið úr klúbbnum, spurður hvort þetta hafi verið aðalástæðan, vildi Jón ekki tjá sig um það.

Jón Trausti er sjálfur búsettur í Noregi þessa daganna en ekki er langt síðan hann kláraði að afplána dóm á Litla Hrauni fyrir ýmsar sakir.

„Ég er bara mjög sáttur þessa daganna," segir Jón sem nýtur sín í faðmi fjölskyldunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×