Erlent

Pund fyrir að pissa

Óli Tynes skrifar
Vondur staður að verða mál.
Vondur staður að verða mál.

Forstjóri lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir að félagið kunni að auka tekjur sínar með því að láta farþegana borga eitt sterlingspund fyrir að fara á klósettið.

Michael O´Leary sagði í viðtali við BBC sjónvarpsstöðína að þá yrðu líklega settir myntsjálfsalar á klósettin.

O´Leary er frægur fyrir allskyns óhefðbundnar aðferðir við að auka tekjur og minnka útgjölf flugfélagsins. Ryanair selur farmiða sína á lágu verði en tekur gjald fyrir allskonar hluti eins og aukatöskur.

Talsmaður forstjórans galt þó varhug við að taka þetta alltof bókstaflega. „Michael segir allt sem honum dettur í hug. Þó þetta hafi verið skoðað hefur ekki verið tekin nein ákvörðun ennþá," segir Stephen McNamara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×