Innlent

Spyr um verktakagreiðslur í ráðherratíð Guðlaugs

Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, um verktakavinnu fyrir ráðuneytið á því tímabili sem Guðlaugur Þór Þórðarsson gegndi embætti ráðherra.

Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að heilbrigðisráðuneytið hafi keypt sérfræðiaðstoð fyrir 24 milljónir á þeim tíma sem Guðlaugur var ráðherra.

Eygló vill meðal annars vita hversu stór hluti af vinnu verktakanna fyrir ráðuneytið hafi tengst fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á heilbrigðiskerfinu og hvort verkefni þeirra hafi verði boðin út eða auglýst á vegum ráðuneytisins.


Tengdar fréttir

Segir Ögmund vilja koma höggi á sig

„Það er ljóst að núverandi heilbrigðisráðherra einbeitir sér fyrst og fremst að því að koma höggi á undirritaðan í stað þess að hugsa um heilbrigðismál, enda málaflokkurinn flókinn og erfiður og ýmsar aðgerðir sem nú eru nauðsynlegar lítt fallnar til vinsælda," segir Guðlaugur Þór Þórðarson á vefsíðu sinni. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að




Fleiri fréttir

Sjá meira


×