Mikil óvissa um seðlabankafrumvarpið 24. febrúar 2009 12:01 Mikil óvissa ríkir um það hvort seðlabankafrumvarp forsætisráðherra fer í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Málið er komið á dagskrá Alþingis en situr engu að síður fast í viðskiptanefnd. Til stóð að Alþingi myndi klára þriðju og síðustu umræðu um seðlabankafrumvarp forsætisráðherra í gær. Málið var komið á dagskrá þingsins en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kom í veg fyrir að málið kæmist úr viðskiptanefnd. Vildi hann bíða með afgreiðslu málsins fram á miðvikudag. Afstaða Höskuldar olli miklum vonbrigðum meðal forystumanna stjórnarflokkanna sem funduðu með framsóknarmönnum fram eftir degi í gær. Þurfti að fresta þingfundi þrisvar vegna málsins. Frumvarpið var sett aftur á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir að það sé ekki komið úr viðskiptanefnd. Nefndin fundaði í morgun en seðlabankafrumvarpið kom þá ekki til umræðu. Höskuldur mætti ekki á fundinn. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði frestað á ný en stjórnarflokkarnir leggja mikla áherslu á að það verði afgreitt sem fyrst. Tveir möguleikar eru í stöðunni til að hægt verði að klára málið í dag. Annars vegar að viðskiptanefnd fundi aftur og afgreiði málið úr nefnd. Þá getur meirihluti þings kallað eftir frumvarpinu úr viðskiptanefnd. Að loknum fundi viðskiptanefndar í morgun áskildi formaður nefndarinnar sér þann rétt að kalla aftur til fundar í dag með stuttum fyrirvara. Því er ekki útilokað að Alþingi klári málið í dag. Tengdar fréttir Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál. 24. febrúar 2009 08:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um það hvort seðlabankafrumvarp forsætisráðherra fer í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Málið er komið á dagskrá Alþingis en situr engu að síður fast í viðskiptanefnd. Til stóð að Alþingi myndi klára þriðju og síðustu umræðu um seðlabankafrumvarp forsætisráðherra í gær. Málið var komið á dagskrá þingsins en Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kom í veg fyrir að málið kæmist úr viðskiptanefnd. Vildi hann bíða með afgreiðslu málsins fram á miðvikudag. Afstaða Höskuldar olli miklum vonbrigðum meðal forystumanna stjórnarflokkanna sem funduðu með framsóknarmönnum fram eftir degi í gær. Þurfti að fresta þingfundi þrisvar vegna málsins. Frumvarpið var sett aftur á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir að það sé ekki komið úr viðskiptanefnd. Nefndin fundaði í morgun en seðlabankafrumvarpið kom þá ekki til umræðu. Höskuldur mætti ekki á fundinn. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði frestað á ný en stjórnarflokkarnir leggja mikla áherslu á að það verði afgreitt sem fyrst. Tveir möguleikar eru í stöðunni til að hægt verði að klára málið í dag. Annars vegar að viðskiptanefnd fundi aftur og afgreiði málið úr nefnd. Þá getur meirihluti þings kallað eftir frumvarpinu úr viðskiptanefnd. Að loknum fundi viðskiptanefndar í morgun áskildi formaður nefndarinnar sér þann rétt að kalla aftur til fundar í dag með stuttum fyrirvara. Því er ekki útilokað að Alþingi klári málið í dag.
Tengdar fréttir Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál. 24. febrúar 2009 08:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál. 24. febrúar 2009 08:48