Innlent

Guðrún Inga vill fjórða sætið hjá Sjálfstæðisflokki

Guðrún Inga Ingólfsdóttir
Guðrún Inga Ingólfsdóttir

Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur, vill svara kalli um endurnýjun og gefur því kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún er 36 ára Reykvíkingur með reynslu af félagsstörfum og pólitísku starfi innan Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stuðningsmönnum Guðrúnar Ingu.

„Framundan er gríðarleg vinna við uppbyggingu landsins. Ég tel mikilvægt að við horfum til langtímalausna og ákveðum í hvers konar þjóðfélagi við viljum búa. Tryggja þarf að einstaklingar og fyrirtæki hafi tækifæri til að blómstra á ný og nú þurfum við að einbeita okkur að uppbyggingu atvinnulífsins. Sjálfstæðisflokkurinn gegnir þar lykilhlutverki" segir Guðrún Inga.

Við núverandi aðstæður er einnig mikilvægt að endurreisa traust kjósenda. Að einstaklingar með heilindi að leiðarljósi bjóði sig fram, einstaklingar með skýra sýn sem eru tilbúnir að bretta upp ermarnar og taka til hendinni segir í tilkynningunni.

„Ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur fært mér. Ég vil tryggja að börn okkar allra njóti sömu tækifæra í framtíðinni. Því býð ég fram krafta mína til setu á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn." segir Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×