Innlent

Svavar fer fyrir Icesave-nefnd

Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa tvær nefndir sem ætlað er að annast samningaviðræður annars vegar vegna Icesave-skuldbindinga og hins vegar vegna þeirra lána sem vinaþjóðir Íslands hafa heitið.

Svavar Gestsson, sendiherra, verður formaður Icesave nefndarinnar. Með honum í þeirri nefnd eru: Páll Þórhallsson, fulltrúi forsætisráðherra, Indriði Þorláksson, fulltrúi fjármálaráðherra, Áslaug Árnadóttir, fulltrúi viðskiptaráðherra, Martin Eyjólfsson fulltrúi utanríkisráðherra og Sturla Pálsson frá Seðlabanka Íslands.

Jón Sigurðsson, fulltrúi fjármálaráðherra, fer fyrir nefndinni sem ætlað er að semja við vinaþjóðirnar. Með honum eru þeir Sturla Pálsson, Björn Rúnar Guðmundsson, fulltrúi forsætisráðherra og Martin Eyjólfsson.
































Fleiri fréttir

Sjá meira


×